Andvari - 01.01.1976, Qupperneq 115
ANDVARI
UM UPPRUNA ÍSLENDINGASAGNA OG ISLENDINGAÞÁTTA
113
gert. Og hér hefur líka mjög lítið verið
sagt um heimildargildi þeirra og sann-
indi, sem er annað efni og meira en hér
hefur verið rætt og því þó skylt. Þess skal
aðeins getið, að þó að frásagnir þeirra hafi
verið færðar nær viðburðunum, sem þær
segja frá, er ekki minni vandi eftir en
áður að finna óbrjáluð sannindi þeirra,
því að til þess þarf að hafa þrenna tíma
í huga, þann tíma, er atburðir þeirra gerð-
ust, þann, er efni þeirra var safnað, og
loks þann tíma, er þær voru ritaðar eins
og við eigum þær nú. Svo eru þær enn
nokkuÖ blandaðar þjóðsögum og þjóðtrú
allra þessara tíma og hafa einkennzt
nokkuð af öllurn þeim, er farið hafa
höndum um þær. Hér verður að þessu
sinni á þetta bent þeim, er löngun hafa
til þess að stunda þá íþrótt að verða læsir.
Höfundi ritgerðar þessarar er ljóst, að
hún er af vanefnum gerð og að hann af
aldurs sökum brestur þrek til að kanna
þetta efni betur. Þess vegna ber hann að
lokum fram þá ósk til yngri rannsóknar-
rnanna í íslenzkum fræðum, að þeir rann-
saki sem vandlegast þær öralagaríku breyt-
ingar, er urðu á íslenzku þjóðfélagi og
islenzkri menningu um aldamótin 1100,
því að til þeirra breytinga er að sækja
skilning á því, hvað gerði íslenzka þjóð
að allt að því menningarlegu stórveldi á
12. og 13. öld. Við þær rannsóknir hyggur
höfundur ritgerðarinnar, að sérstök ástæða
sé til að kanna vandlega Domesday Book
í Englandi í þeirri von, að þeir megi finna
heimildir, sem beinlínis eða óbeinlínis
varpi Ijósi á þetta örlagaríkasta tímabil í
sögu okkar, er við eigum um minni
hcimildir en flest skeið önnur.
LEIÐRÉTTING
Vill Andvari gera mér þann greiða að birta smáletursgrein til leiðréttingar tveimur
villum í grein, er ég ritaði í tímaritið 1974 um Jónas hreppstjóra Snorrason á Þverá. Báðar
villurnar eru mjög hvimleiðar, því að farið er skakkt með nöfn.
Aðra villuna rek ég til misskilnings, sem fylgt hafði mér frá barnæsku. Á bls. 95, 96
og 97 er eiginkona Snorra hreppstjóra Jónssonar á Þverá nefnd Rebekka, en hún hét Aðal-
björg. Rebekka og Aðalbjörg voru systur frá Þverá í Reykjahverfi, önnur þeirra, Rebekka,
síðar húsfreyja á Þverá í Reykjahverfi, hin, Aðalbjörg, á Þverá í Laxárdal. Hólmfríður föður-
systir mín, saumakona, vann oft hjá þeim, fyrst hjá Rebekku, og ’það varð upphaf sambands
hennar við Þverárheimili í Laxárdal og þess, að í minni barnsvitund urðu þær systur ein
og sama konan, eiginkona Snorra hreppstjóra á Þverá í Laxárdal. Hvorugri þeirra kynntist
ég nokkru sinni.
Hin villan eru hrein pennaglöp, nafn Herdísar, elztu dóttur Benedikts á Auðnum, sem
ég þekkti ekki, ritað í stað nafns Hildar systur hennar á Auðnum, nágrannakonu minnar,
er ég þekkti.
8