Andvari - 01.01.1976, Síða 117
ANDVARI
ENN UM VÍGIÐ VÉSTEINS
115
því, að þeir sverjist í fóstbræðralag. Þeim
sýndist það ráðlegt. Búast nú til eiðtök-
unnar Súrssynir, Þorgrímur og Vésteinn.
En þegar henni er svo langt komið, að þeir
skulu staðfesta fóstbræðralagið með hand-
taki, þá hnykkir Þorgrímur að sér hend-
inni og segir: „Ærinn vanda hefi ég,
þótt ég gera þetta við þá báða, Þorkel og
Gísla, mága mína, en mig skyldir ekki til
við Véstein." „Svo munum vér þá fleiri
gera,“ segir Gísli og hnykkir og sinni
hendi. Þannig fór eiðtakan og fóstbræðra-
lagið út um þúfur. Hvort eitthvað bjó þar
á bak við frá Þorgríms hendi, greinir ekki
sagan, sem segir aðeins: Þykir mönnum
um þetta mikils vert.
Nú líða tímar frarn, og búa þeir búum
sínum í Haukadal. Þorkell var ofláti mik-
ill og vann ekki fyrir búi þeirra bræðra,
en Gísli vann nótt með degi. Það var
einn dag, að Gísli lét alla menn vinna hey-
verk nema Þorkel. Hann var einn heima
karla á bænum og hafði lagzt niður í eld-
húsi eftir dögurð sinn. Utan og sunnan
undir eldhúsinu stóð dyngja þeirra Auðar
og Ásgerðar, og sátu þær þar og saum-
uðu. Þorkell vaknar og heyrir mannamál
í dyngjunni og leggst á hleri. Ásgerður
kona hans tekur til máls: „Veittu mér
það, að þú sker mér skyrtu, Auður, Þor-
katli bónda mínurn." „Það kann ég eigi
betur en þú,“ sagði Auður, „og myndir
þú eigi mig til biðja, ef þú skyldir skera
Vésteini bróður mínum skyrtuna."
„Eitt er það sér,“ segir Ásgerður, „og
svo mun mér þykja nokkura stund."
„Löngu vissa ég það,“ segir Auður,
„hvað við sig var, og ræðum ekki um
fleira.“
„Það þykir mér eigi brigzl,“ sagði As-
gerður, „þótt mér þyki Vésteinn góður.
Hitt var mér sagt, að þið Þorgrímur hitt-
izt mjög oft, áður en þú værir Gísla gef-
in.“
„Því fylgdu engir mannlestir," segir
Auður, „því að ég tók engan mann undir
Gísla, að því fylgdi neinn mannlöstur,
og munum við nú hætta þessi ræðu.“
En Þorkell heyrir hvert orð, það er
þær mæltu, og tekur nú til orða, er þær
hættu:
„Heyr undur mikið.
Heyr örlygi.
Heyr mál mikið.
Heyr manns bana,
eins eða fleiri," og gengur inn eftir það.
Þarna kveður hann upp dauðadóm yfir
Vésteini, og aftur eru það kvennamál,
sem valda.
'Nú er þar til að taka, er Gísli kemur
heim af verkinu. Þorkell er hljóður, það
er í honum hundur. Gísli spyr, hvort
honum sé þungt.
„Engar eru sóttir á mér,“ segir Þorkell,
„en sóttum verra er þó.“ Gísli gengur á
hann. Þorkell svarar: „Muntu þessa vís
verða, þó að síðar sé.“ Auður sagði Gísla,
hvað til hafði borið, og þá vissi hann,
hver eftirleikurinn mundi verða.
Nú líður sumarið og veturinn að far-
dögum. Þá biður Þorkell féskiptis með
þeirn, því að hann vilji ráðast til búlags
með Þorgrími mági þeirra. Þetta fellur
Gísla illa, en ekki tjáir um að tala. Skipti
fara fram, og hlaut Gísli land og býr
áfram á Hóli, en Þorkell að Sæbóli. Að
veturnóttum heldur Gísli að venju veizlu
mikla, og á Sæbóli var þá og boð inni.
Þá vildi svo til, að Vésteinn kemur heim
úr utanför. Honum er ókunnugt um, hvað
gerzt hafði í Haukadal, fréttir um mann-
fagnaðinn þar og flýtir för sinni þangað.
Hann kemur með gersemar, sem hann
ætlar að færa þeim Gísla og Þorkatli.' Vill
Gísli þiggja, en Þorkell vill ekki. „Eigi
eru launin sýnni en svo,“ segir hann.
Það bar til, líklega hina þriðju nótt