Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1976, Qupperneq 117

Andvari - 01.01.1976, Qupperneq 117
ANDVARI ENN UM VÍGIÐ VÉSTEINS 115 því, að þeir sverjist í fóstbræðralag. Þeim sýndist það ráðlegt. Búast nú til eiðtök- unnar Súrssynir, Þorgrímur og Vésteinn. En þegar henni er svo langt komið, að þeir skulu staðfesta fóstbræðralagið með hand- taki, þá hnykkir Þorgrímur að sér hend- inni og segir: „Ærinn vanda hefi ég, þótt ég gera þetta við þá báða, Þorkel og Gísla, mága mína, en mig skyldir ekki til við Véstein." „Svo munum vér þá fleiri gera,“ segir Gísli og hnykkir og sinni hendi. Þannig fór eiðtakan og fóstbræðra- lagið út um þúfur. Hvort eitthvað bjó þar á bak við frá Þorgríms hendi, greinir ekki sagan, sem segir aðeins: Þykir mönnum um þetta mikils vert. Nú líða tímar frarn, og búa þeir búum sínum í Haukadal. Þorkell var ofláti mik- ill og vann ekki fyrir búi þeirra bræðra, en Gísli vann nótt með degi. Það var einn dag, að Gísli lét alla menn vinna hey- verk nema Þorkel. Hann var einn heima karla á bænum og hafði lagzt niður í eld- húsi eftir dögurð sinn. Utan og sunnan undir eldhúsinu stóð dyngja þeirra Auðar og Ásgerðar, og sátu þær þar og saum- uðu. Þorkell vaknar og heyrir mannamál í dyngjunni og leggst á hleri. Ásgerður kona hans tekur til máls: „Veittu mér það, að þú sker mér skyrtu, Auður, Þor- katli bónda mínurn." „Það kann ég eigi betur en þú,“ sagði Auður, „og myndir þú eigi mig til biðja, ef þú skyldir skera Vésteini bróður mínum skyrtuna." „Eitt er það sér,“ segir Ásgerður, „og svo mun mér þykja nokkura stund." „Löngu vissa ég það,“ segir Auður, „hvað við sig var, og ræðum ekki um fleira.“ „Það þykir mér eigi brigzl,“ sagði As- gerður, „þótt mér þyki Vésteinn góður. Hitt var mér sagt, að þið Þorgrímur hitt- izt mjög oft, áður en þú værir Gísla gef- in.“ „Því fylgdu engir mannlestir," segir Auður, „því að ég tók engan mann undir Gísla, að því fylgdi neinn mannlöstur, og munum við nú hætta þessi ræðu.“ En Þorkell heyrir hvert orð, það er þær mæltu, og tekur nú til orða, er þær hættu: „Heyr undur mikið. Heyr örlygi. Heyr mál mikið. Heyr manns bana, eins eða fleiri," og gengur inn eftir það. Þarna kveður hann upp dauðadóm yfir Vésteini, og aftur eru það kvennamál, sem valda. 'Nú er þar til að taka, er Gísli kemur heim af verkinu. Þorkell er hljóður, það er í honum hundur. Gísli spyr, hvort honum sé þungt. „Engar eru sóttir á mér,“ segir Þorkell, „en sóttum verra er þó.“ Gísli gengur á hann. Þorkell svarar: „Muntu þessa vís verða, þó að síðar sé.“ Auður sagði Gísla, hvað til hafði borið, og þá vissi hann, hver eftirleikurinn mundi verða. Nú líður sumarið og veturinn að far- dögum. Þá biður Þorkell féskiptis með þeirn, því að hann vilji ráðast til búlags með Þorgrími mági þeirra. Þetta fellur Gísla illa, en ekki tjáir um að tala. Skipti fara fram, og hlaut Gísli land og býr áfram á Hóli, en Þorkell að Sæbóli. Að veturnóttum heldur Gísli að venju veizlu mikla, og á Sæbóli var þá og boð inni. Þá vildi svo til, að Vésteinn kemur heim úr utanför. Honum er ókunnugt um, hvað gerzt hafði í Haukadal, fréttir um mann- fagnaðinn þar og flýtir för sinni þangað. Hann kemur með gersemar, sem hann ætlar að færa þeim Gísla og Þorkatli.' Vill Gísli þiggja, en Þorkell vill ekki. „Eigi eru launin sýnni en svo,“ segir hann. Það bar til, líklega hina þriðju nótt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.