Andvari - 01.01.1976, Page 119
ANDVARI
ENN UM VÍGIÐ VÉSTEINS
117
um Véstein, hefði hann verið nýbúinn
að drepa hann? Ég hcld chki. Annað mál
var, að hann gat stutt við bak félaga síns
og mágs.
Guðríður fer heim og segir Gísla, „að
Þorgrímur sat með hjálm og sverð og
öllum herbúnaði, en Þorgrímur nef hafði
bolöxi í hendi, en Þorkell hafði sverð
og brugðið af handfang, •— allir menn
voru þar upp risnir, sumir með vopnum."
„Slíks var að von,“ segir Gísli.
Þarna hafði hann fengið fulla sönnun.
Morðinginn hafði komið frá Sæbóli. Þar
voru menn viðbúnir til varnar, en Guð-
ríður nefnir þrjá menn sem líklega til að-
fara við Véstein. Þorgrím nef var hægt að
afskrifa. Þorgrímur goði hefði ekki farið
með öllum herbúnaði — það var ekki
heppilegur búnaður. Böndin bárust öll að
Þorkatli. Hann var morðinginn.
Vésteinn er heygður, og eftir það setj-
ast þeir niður fyrir utan hauginn og láta
óh'klega, að nokkur viti, hver þcnnan
glæp hefur gert. Þorkell fiskar eftir því,
hvern Gísli gruni. Hafði Gísla dreymt,
að höggormur og síðar vargur af cinum
og sama bæ dræpi Véstein. Þessa drauma
segir nú Gísli þeim. „Og sagða ég því
hvorngan drauminn fyrr cn nú, að ég
vilda, að hvorgi réðist."
Þorkell vissi, að Gísli hafði ráðið
draumana, og einnig, hver hinn seki var.
Hann friðmælist og segir: „Vilda ég, að
þú létir þér eigi þetta svo mikils fá, að
menn renni þar af því grunum í . . . og
væri nú svo vel með oss sem þá, er bezt
hefir verið." Þarna játar hann sekt sína
og biður Gísla jafnframt að halda sekt-
inni leyndri og láta eins og ekkert hafi í
skorizt. Þorkell óttast ekki Gísla. Hann
veit, að Gísli drýgir ekki þann glæp að
drepa bróður sinn, og biður Gísla að láta
ekki aðra fá grun um, að hann sé hinn
seki. Hefði hinn seki verið einhver annar,
t. d. Þorgrímur, þurfti ekki að biðja þess.
Nú líður sumarið, og fækkaðist held-
ur mcð þeim Þorgrími og Gísla. Það er
fyrir tilverknað Þorkels, ef til vill með
vilja gert og í þeim tilgangi, að Gísli
snúi þar að hefndinni til að kaupa sig
frían sjálfan. Þorgrímur var og í vitorði
og í aðförinni að Vésteini, svo að hann
var réttdræpur.
Þorkell telur sig hólpinn og uggir ekki
að sér. Líður nú langur tími, öll útlegðar-
ár Gísla. Synir Vésteins vaxa úr grasi,
og fyrr en varir, verða þcir Þorkatli að
bana. Er það ekki endanleg sönnun þess,
að Þorkell hafi drepið föður þeirra? Gísli
hafði verið í Vaðli og vissulega kunnur
Gesti Oddleifssyni, sem var frændi Vé-
steins. Það er fljótt séð, að Gestur er öll-
um málum nákunnugur og er með í
ráðum, þegar Þorkell er drcpinn. Var
Gestur ekki trúnaðarmaður Gísla og sögu-
maður atburðanna í Haukadal? Mér virð-
ist það, en það er önnur saga og verður
ekki rakin hér.