Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1976, Side 159

Andvari - 01.01.1976, Side 159
ANDVARl ÚR BRÉFUM RASMUSAR RASKS 157 góður aftur. Ég steypti mér af alefli út í finnskunámið í Ábo, og bændurnir dá mjög kunnáttu mína í málinu (sem er þó ekki ýkja mikil), einkum þegar þeir heyra, að ég sé danskur, en ég á erfitt með að koma þeim í skilning um það, þar sem þeir vita ekki, hvað Danmörk er, þeir segja í þeim stað Juutin-maa (Jótlandi). Kvöld eitt, þegar ég var að skýra matmóður minni frá því, skraf- hreifinni og skikkanlegri konu, hverrar þjóðar ég væri, og spurði, hvort margir Danir (Jyder) hefðu gist hjá henni á undan mér, svaraði hún á sænsku: „áh, jo vist kommer hár ibland tocke der Judar och Italienare!“ (O, jú, víst koma hingað öðru hverju Júðar og ítalir). Ég dáðist að færni hennar í sænskunni og spurði, hvort maður hennar hefði verið sænskur, og svaraði hún þá: „Já, maðurinn minn var þýzkur hér í heimi, hann var frá Smálöndum!" Lærðu mennirnir sjálfir eru ekki beint sterk- ir í landafræðinni. Prestur einn, t. d., er ég spurði, hve langt austur á bóginn Finnar byggju og finnska væri töluð, og hvort það væru Finnar, Lappar eða Rússar, er byggju milli Finnlands og Hvítahafsins, — svaraði mér: „Ég veit ekki, hverjir búa þarna burtu við Kamschatka!" Annars eru Finnar framúr- skarandi heiðarlegir, góðir og nægjusamir. í Ábo hitti ég ennfremur mann, sem var mjög harðvítugur í finnsku, nefnilega Renvall lektor. Flann las með mér 14 daga á hverju kvöldi frá kl. 5 til 9 eða 10. Ég gekkst ósköp upp við það að rekast á finnska fall- og sagnbeygingakerfið, eins og ég hafði sett það fram í handskrifuðum drögum að nýrri málfræði, er hann sýndi mér og léði. Ég kynnti mér mál og siðu Finna svo nákvæmlega öðrum þræði vegna finnsku þjóðflokkanna í Rússlandi, en þó einkum í sambandi við uppruna græn- lenzkunnar, og er ekki að vita, nema ég skrifi, þegar fram í sækir, ritgerð um það efni. Prófessorinn man kannske eftir því, að ég drep á þá hugmynd í verð- launaritgerðinni, og hef ég hér styrkzt mjög í henni. P. S. Þar eð ég kom ekki fram því, sem ég ætlaði mér í Viborg, né heldur varð þar úr frekara finnskunámi, hraðaði ég mér að lokinni þriggja daga dvöl á brott frá þessum dýra og óþægilega stað. Ég kom því þessu bréfi ekki áleiðis og get nú skýrt frá því, að ég er kominn heill á húfi til Pétursborgar, þar sem ég sit við skrifborð mitt á kafi í rússneskunni." Rúrnum mánuði síðar skrifar Rask nokkrum vinum sinum á íslandi bréf, þar sem hann bregður á leik við þá og segir þeim í Snorra-Eddu stíl frá för sinni til Finnlands og þaðan áfram til Pétursborgar. Lætur Rask sem hann hafi fundið þar gamalt handritsbrot með þessari frásögn á. Bréfið er ritað á íslenzku og er hér birt eins og Björn M. Ólsen gekk frá því í Tímariti hins íslenzka
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.