Andvari - 01.01.1976, Síða 159
ANDVARl
ÚR BRÉFUM RASMUSAR RASKS
157
góður aftur. Ég steypti mér af alefli út í finnskunámið í Ábo, og bændurnir
dá mjög kunnáttu mína í málinu (sem er þó ekki ýkja mikil), einkum þegar
þeir heyra, að ég sé danskur, en ég á erfitt með að koma þeim í skilning um
það, þar sem þeir vita ekki, hvað Danmörk er, þeir segja í þeim stað Juutin-maa
(Jótlandi). Kvöld eitt, þegar ég var að skýra matmóður minni frá því, skraf-
hreifinni og skikkanlegri konu, hverrar þjóðar ég væri, og spurði, hvort margir
Danir (Jyder) hefðu gist hjá henni á undan mér, svaraði hún á sænsku:
„áh, jo vist kommer hár ibland tocke der Judar och Italienare!“ (O, jú, víst
koma hingað öðru hverju Júðar og ítalir).
Ég dáðist að færni hennar í sænskunni og spurði, hvort maður hennar
hefði verið sænskur, og svaraði hún þá: „Já, maðurinn minn var þýzkur hér í
heimi, hann var frá Smálöndum!" Lærðu mennirnir sjálfir eru ekki beint sterk-
ir í landafræðinni. Prestur einn, t. d., er ég spurði, hve langt austur á bóginn
Finnar byggju og finnska væri töluð, og hvort það væru Finnar, Lappar eða
Rússar, er byggju milli Finnlands og Hvítahafsins, — svaraði mér: „Ég veit
ekki, hverjir búa þarna burtu við Kamschatka!" Annars eru Finnar framúr-
skarandi heiðarlegir, góðir og nægjusamir. í Ábo hitti ég ennfremur mann, sem
var mjög harðvítugur í finnsku, nefnilega Renvall lektor. Flann las með mér
14 daga á hverju kvöldi frá kl. 5 til 9 eða 10. Ég gekkst ósköp upp við það að
rekast á finnska fall- og sagnbeygingakerfið, eins og ég hafði sett það fram í
handskrifuðum drögum að nýrri málfræði, er hann sýndi mér og léði. Ég
kynnti mér mál og siðu Finna svo nákvæmlega öðrum þræði vegna finnsku
þjóðflokkanna í Rússlandi, en þó einkum í sambandi við uppruna græn-
lenzkunnar, og er ekki að vita, nema ég skrifi, þegar fram í sækir, ritgerð um
það efni. Prófessorinn man kannske eftir því, að ég drep á þá hugmynd í verð-
launaritgerðinni, og hef ég hér styrkzt mjög í henni.
P. S. Þar eð ég kom ekki fram því, sem ég ætlaði mér í Viborg, né heldur
varð þar úr frekara finnskunámi, hraðaði ég mér að lokinni þriggja daga dvöl
á brott frá þessum dýra og óþægilega stað. Ég kom því þessu bréfi ekki áleiðis
og get nú skýrt frá því, að ég er kominn heill á húfi til Pétursborgar, þar sem
ég sit við skrifborð mitt á kafi í rússneskunni."
Rúrnum mánuði síðar skrifar Rask nokkrum vinum sinum á íslandi bréf,
þar sem hann bregður á leik við þá og segir þeim í Snorra-Eddu stíl frá för
sinni til Finnlands og þaðan áfram til Pétursborgar. Lætur Rask sem hann hafi
fundið þar gamalt handritsbrot með þessari frásögn á. Bréfið er ritað á íslenzku
og er hér birt eins og Björn M. Ólsen gekk frá því í Tímariti hins íslenzka