Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 8
2
Páll Jakob Briem.
svo fágætl barnalán, að almennt orð hefur verið á
gjört.
Árið 1861 var föður Páls veitt Skagafjarðarsýsla,
og fluttist hann þá með foreldrum sínum þangað
vestur; bjuggu þau fyrst á Hjaltastöðum, en síðar á
Reynistað. Um uppvöxt hans er fátt að segja, nema
hann vandist þá við öll verk, sem tíðkast á sveita-
heimili; hann var snemma settur til lærdóms og naut
kennslu hjá eldri systkinum sínum, og undir skóla
mun hann að mestu hafa lært lijá Halldóri bróður
sínum, sem nú er kennari við gagnfræðaskólann á
Akureyri.
Arið 1873 fjekk Páll inntöku í lærða skólann í
Reykjavík, og settist þá í annan bekk. Skólanám
sitt stundaði hann ágætlega, og var jaínan meðal
hinna efstu í sínum bekk; einkum var það þó saga
er hann lagði stund á í skóla, enda var hann ágæt-
lega að sjer í lienni, og hafði jafnan síðan mesta
yndi af henni; bera ritgjörðir hans votl um þekk-
ingu hans í þessari grein; ennfremur var hann prýði-
lega að sjer í allri reikningslist, eins og allir bræður
hans; það hafa þeir tekið i arf eptir föður sinn og
föðurföður, sem báðir voru ágætir reikningsmenn.
Sumarið 1878 útskrifaðist hann úr skóla með 1.
einkunn, og sigldi samsumars til háskólans. Á skóla-
árum sínum var hann einkum samrýmdur bekkjar-
bróður sínum Finni Jónssyni, nú háskólaprófessor;
lásu þeir alla sína skólatíð saman, og voru síðan
sambýlismenn á Garði öll 4 árin þar, og bundu með
sjer alúðar vináttu, sem lijelzt æ síðan, þó óskaplíkir
væiu þeir í mörgu. Árið eptir í júní 1879 tók Páll
próf í heimspeki með 1. einkunn. Siðan tók hann
að stunda lögfræði af miklu kappi og hafði leiðbein-
anda (manuduktör) Damkier, er síðar varð bæjarfó-
geti i Faaborg á Fjóni, og hafði Damkier, sem var
orðlagður leiðbeinandi mikið álit á Páli sem lögfræð-