Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 27
Páll Jakob Briem.
21
daglegum athöfnum, þá var hann það sjaldan eða
aldrei, ef um vandamál var að ræða, en sá brestur
var þó á gáfum h'ans, að þó hann hefði fjölbreytta
þekkingu á ýmsum málum og þeim alveg óskyldum,
þá átti hánn bágt með að hugsa um nema eitt mál
í einu; tvö álmgamál eða fleiri gat hann ekki fengizt
við í einu.
Þegar hann varð gripinn af einhverju máli, þá
las iiann fyrst allt, sem hann gat höndum yfir kom-
izt um það, og úlvegaði sjer bækur, jafnvel með fyr-
irhöfn og kostnaði, um það. Þegar hann liafði lesið
allt um málið, fór hann að velta því fyrir sjer og
íhuga það frá öllurn hliðum, þá komu eiginlega hans
hressandi stundir, því þá gekk hann vanalega út til
að hugsa og yfirvega. Hann kom þá opt við hjá
vinum sínum og kunningjum, bar upp fyrir þeim
málið, og vildi heyra álit þeirra um það, einkum
mótbárur gegn sínum skoðunum, því honura var annt
um að komast að kjarnanum i hverju máli. Aldrei
settist hann niður til að skrifa um slíkt mál fyr en
hann hafði gjörhugsað þaö, en þá sat hann Iíka við
svo að segja dag og nótt. En áhugamálin voru mörg,
og þvi kom það fyrir, að áður en hann hafði lokið
einu málinu var annað orðið yfirsterkara, og þá varð
hið fyrra að víkja. Af þessu leiddi, að vmsar af
ritgjörðum hans eru eigi fullgjörðar, þar er byrjun
eða meira, en niðurlagið vantar opt.
Páll Briem hafði vafalaust vísinda hæfileika, það
sýna ljóslega margar ritgjörðir hans. Hann sótli því
ásamt þeim dr. Jóni Þorkelssyni og dr. Valtý Guð-
mundssyni um kennaraembættið við háskólann, sem
Gísli Brynjúllsson (ý 1888)1 hafði haft, en fjekk eigi,
og fylgdi þó hæstarjettardómari dr. jur. Vilhjálmur
Einsen máli hans fast fram. Hann hafði mikla löng-
’) Univcrsitels Aarbog 1888—1889 bls. 708.