Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 98
92
Um æskuárin
fyrsta og helsta skilyrði fyrir því, að lýðháskólinn
geti orðið góður og náð tilgangi sínum, er að hann
sje einkaskóli, en eigi landssjóðsskóli. Forstöðu-
maðurinn þarf bæði að liafa frjálsar hendur til þess
að gera skólann góðan, og svo á velferð hans, skól-
ans og kennaranna, að vera undir því komin, live
góður skólinn er. Þetta getur að eins orðið, ef lands-
sjóður borgar eigi beinlínis allan kostnað við skólann,
eins og við landssjóðsskólana, heldur þeir nokkuð,
sem ganga í skólann eða styrktarmenn þeirra. Menn
kaupa eigi til lengdar kenslu í vondum skóla, en ef
kenslan er ókeypis sækja menn hann. Ef landið
borgaði allan kostnað við lýðháskólann, færi hann
fyr eða siðar alveg á sama liátt og stundum hefir
farið um skóla, er eingöngu hafa lifað á almannafje.
Kennarnir hreyfðu hvorki legg nje lið lil þess að
hæta skólann eftir því, sem reynslan kennir og þörf-
in lcrefur, nema fyrir beina borgun; ekkert yrði
gert, nema almannasjóður legði út fje til þess. En einka-
skólarnir verða ávalt að reyna að hjálpa sjer nokkuð
sjálfir; ef þeir gera það eigi, geta þeir eigi þrifist.
Þess vegna eru sjálfseignarskólarnir eða skólar einstakra
manna einatt tiltölulega betri en landssjóðsskólarn-
ir. Flensborgarskólinn er t. a. m. tiltölulega betri skóli
en latínuskólinn, sem nú er verið að breyta í al-
mennan mentaskóla, eða gagnfræðaskólinn á Akur-
eyri. Orsökin til þess er aðallega fólgin í því, að
Flensborgarskólinn er einkaskóli, en hinir landssjóðs-
skólar. Forstöðumenn einkaskólanna ráða starfs-
menn að skólunum, og forstöðumaður Flensborgar-
skólans hefur kunnað að velja góða menn fyrir
kennara að skóla sínum, menn, sem skilja að gott
siðferði, alúð, mannúð hjartans og góð samvinna á
milli kennaranna er tyrsta skilyrðið til þess, að skóli
þeirra geti verið góður. Þeir menn, sem vilja gera
Flensborgarskólann að landssjóðsskóla, ættu að gæta