Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 50
44
Af suðurgöngu
að skoðast um í hinni vsaxisku Schweitz«; svoleiðis
eru kölluð liéruð þau, er liggja upp með Elfunni
beggja vegna austur af Dresden; þarf til að sjá hið
fegursta þess 3—4 daga. Er þar frjósamt mjög og
þéttbýlt og flykkist þangað mikill grúi allra aðkom-
enda meðan náttúran er í blóma; landslagi er svo-
leiðis varið, að þar eru nokkurskonar dyngjufjöll,
eður stór liolt að sjá við sjóndeildarhring, svo langt
augað nær, áþekt og lýst hefir verið kringum Dresden.
Ganga þau aflíðandi niður til dalsins, sem Iljólið
rennur í og eru upp frá því fagrir bugar og dalir,
sem hryggir og hólmar aðskilja hvorn frá öðr.um;
mest er landið jarðþakið og yrkt; þó eru þar og
klungur nokkur og berir klettar. En ég varð að
sleppa | að skoða] þetta, bæði af því [að] mig fýsti
áfram og lika tékk ég gott tækifæri áleiðis til Prag,
sem ég ckki vildi verða eftir af; vegur minn lá lengi
upp með Elfunni að sunnan, er ég færi á stað, og
sæi ég þá, þó álengdar væri, nokkurn veginn þessa
staði.
Eg fór því á stað [frá Dresden] eftir 6 nátta
dvöl, að morgni þess 14. ágúst. Kostaði keyrslan til
Prag, sem er rúmar 20 mílur, mig hér um bil 8
spesíur, og átti ég að vera cina nótt á leiðinni. Sam-
ferðafólk mitt var, fyrir utan keyrslumann, kona frá
Preussen, sem ég hafði mikið gaman af að tala við,
þar eð hún var greind og ræðin. Hún hafði í nokk-
ur ár verið gift í Prússlandi; var annars að uppruna
frá Wien [og] fór nú þangað orlofsferð; var hún
því kaþólskrar trúar. Sagði hún mér margar frásögur
um heilaga menn; reiddist hún því ei mjög þó ég
gæti stundum ekki varist hlátri og sjá mætti van-
trúna á kýmni minni, og hélt eins áfram sögunni
fyrir því. Var henni vegur þessi vel kunnur, því að
hún hafði oft farið hann áður og gat því gefið mér
góða uppfræðingu um alt, sem á honum bar fyrir