Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 104
98
Um æskuárin
lausar skuldir þess vegna, enda þótt alþingi styrkti
hann ríflega, því hver getur tekið við af honum?
Hver getur keypt skólann? — Erlendis geta menn
fengið kaupendur eða leigjendur að lýðháskólum, er
einhver lýðháskólastjóri fellur frá. — í búnaðarskól-
um vorum hafa venjulega verið 8 til 12 nemendur;
svo stóran og töluvert stærri lýðháskóla gæti einn
maður reist með hæfilegum styrk úr landssjóði; en
stærra skólahús en handa 18 til 20 nemendum með
heimavist væri varla gjörlegt fyrir hann að reisa í
sveit. Aftur á móti mætti reisa skóla handa hálfu
fleiri nemendum, ef liann væri sjálfseignarskóli.
Ef reisa á góðan skóla, verða húsakynnin að
vera góð. Það tjáir eigi eins og tíðkast að minsta
kosti á þeim búnaðarsltóla, sem best er sóttur, að
tveir nemendur soíi saman í hverju rúmi. Reglan á
að vera sú, að einungis einn soíi í hverju rúmi, og
frá þeirri reglu má aldrei víkja, er um inntöku í
skólann er að ræða. Einnig verður að vera rúmgott
leikfimishús (með 25 álna löngum og 14 álna breið-
um sal) við skólann og vatnsleiðsla bæði i því og
skólahúsinu, og steypiböð. Nemendurna verður að
venja á hreinlæti og láta þá haða sig daglega, er
þeir hafa gert leikflmi. Þetta hvorttveggja er sið-
menning, jafn-nauðsynleg eins og andleg fræðsla.
Óþrifnaður er skrælingjamerki, sem íslendingar hefðu
fyrir löngu átt að hafa þvegið af sjer. Alþingis-
mennirnir sáu í sumar í Óðinsey og í Billesborgar-
skógi hvernig danskir sveitamenn iðka leikfimi og
hve mikil samræmi þeirra er í hreyfingum öllum.—
Vjer íslendingar megum eigi ætla, að vjer sjeum
skapaðir til þess að vera eptirbátar allra annara,.
nje með skrælingjamerki.
Það er einnig nauðsynlegt, að húsakynni skólans
sjeu góð, með vatnsleiðslu og böðum, bæði vegna
heilsunnar og til þess að hafa góð áhrif á nemend-