Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 42
36
Af suðurgöngu
meðan ég dvaldist þar, hér um bil 2 spesíur; flýtti
ég mér því að ljúka mér af, að ég sem íyrst kæmist
betur áleiðis. Hafði ég farið kringum höfuðhluta
staðarins áður þessi dagur var úti og kynt mér vel
ummál lians og húsaskipan, og hélt því áfram síðan
næsta dag.
Dresden liggur að meginhluta á suðurbakka [Elf-
unnar], og á háum ávölurn hól, svo að hallar út af
til allra hliða; Elfu-brúin er nokkuð vestar en fyrir
miðjum stað, og strax sem kemur niður af suður-
sporði hennar, tekur við austanmegin eður til vinstri
handar bakki nolckur [Brúhlschc TerrasseJ; liggja þar
upp á hann margar steintröppur og er hann svo hár
sem miðlungshús staðarins; gengur hann Iangt austur
með Elfunni að sunnan og rétt beint upp frá vatn-
inu; er því feykihátt að sjá niður þangað og má geta
nærri, að þaðan sé eitthvert það fegursta víðsýni, sér
í lagi upp og niður [eftir] Elfunni, sem er hér yfrið
breið. Fer lækkandi þegar austar dregur og er suð-
ur af bakkanum miklu lægra, flötur mikill, sem húsin
standa á; flötur þessi var áður umgirtur með múr-
um og gröfum og var þá staðurinn skansaður, en
síðan 1813, að hann varð Napóleon til hlífðar, voru
þessi varnarvirki niðurtekin og jalnað yíir; hafa og
síðan húsin færst lengra út á landsliygðina og verð-
ur því strjálbygðara sem utar dregur, og garðar
miklir; eru staðnum takmörk sett með steinveggjum,
sem líkari eru túngörðum en múr, er og strax út frá
þeim yrkt land, garðar og akrar. Allskammt fyrir aust-
an staðinn á þenna veg er láglent og sléttlent; erþar
hinn slóri lysligarður staðarbúa; er hann mikill að
umrnáli og nær norður undir íljótið. Skammt suður
af honum tekur við holt nokkurt, sem verður hærra,
þegar vestar dregur og móls við staðinn; liggur það
svo sem fjórðung mílu suður frá staðnum og er dæld
í milli. Norðan í holti þessu er minnismerki Moreaus