Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 112
106
Fiskirannsóknir.
norður til Skotlands á tilteknum tíma. Það liafði
tafist svo mjög frá rannsóknum mestan hluta maí-
mánaðar, vegna sífeldra storma, að ómögulegt var
fyrir það að fylgja hinni upprunalegu áætlun um
rannsóknirnar, auk þess sem einum vísindamanni
átti að bæta við á skipið í júlílok. Sagði Dr. Sclnnidt
mér því, að úr því sem komið væri, væri bezt fyrir
mig að hugsa ekki til að reyna að hitta skipið í
þetta sinn, svo að eg varð að liætta við ferðalagið,
þó leitt þætti.
Af ofangreindum ástæðum hafði eg ekki hugsað
um nein ferðalög innan lands á þessu sumri. Þar
við bættust óhagstæðar strandferðir í júlí. Eg réð
því af að fara smáferðir um Suðurland og jafnframt
nota tækifæri sem mér bauðst til að vera með ís-
lenzku botnvörpuskipi, sem gekk til fiskiveiða við
suðvesturströndina í sumar. Ferðir mínar urðu því:
1) ferð með botnvörpuskipinu »Coot«, 2) ferð austur
á Eyrarbakka og Stokkseyri og 3) ferð um Borgar-
fjarðarsýslu. Auk þess hefi eg eins og að undanförnu
notað öll þau tækifæri, sem mér liafa boðist til að
athuga og rannsaka ýmsar fiskategundir, er lcomið
hafa óslægðar á land í Reykjavík. Þó þesskonar
rannsóknir séu nokkuð háðar tilviljun, þá geta þær
þó með tíð og tíma og í sambandi við upplýsingar
þeirra fiskimanna, er fiskinn afla, gefið ýmsar mikils-
verðar upplýsingar um lífshætti og líífræði ýmissa
þeirra fiska, er vér liöfum mest not af og vil eg því
til skýringar vitna í skýrslu mína fyrir árið 1905.
Víðtækar rannsóknir af þessu tægi, er geti leyst úr
mörgum spurningum á mjög stuttum tíma (eins og
t. d. rannsóknir þær, er gerðar voru á »Thor« hér
við land árin 1903 og 1904), kosta ærið fé, jafnvel
nokkra tugi þúsunda á ári. Þessvegna eru rannsóknir
þær, er gerðar hafa verið hér við land á nefndu skipi,
mjög þýðingarmiklar fyrir fiskifræði íslands. Þær