Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 74
68
Af suðurgöngu
en að snúa aftur sömu leið lil Prag og gefa upp fyr-
irætlun mína að sjá Bæaraland; en það sem bágast,
var, var það, að af þessu hlauzt, að allar ferðir til
Bæaralands voru nú niðurfallnar, en liéðan voru 10
mílur lil takmarlcanna, og þaðan aftur langt þangað
sem ferða von væri. Ekki vantaði samt, að nógir
yrðu lil að hjóða mér sína liðveizlu og flutning, en
þar eð það var stofnað að eins mín vegna, keptist
hver um annan að heimta sem mest fyrir; tróðu þeir
sér svo upp á mig, að ég hal'ði varla frið og bað ég
þá að láta bíða með all þella lil morguns; liöfðu
þeir þá mjög njósnir úti [um], hvar ég mundi verða
um nóttina. Póttist ég nú illa farinn af þessu; bæll-
ist og hér við, að fáir voru liér, sem þýzku skildu,
er ég gæti talað við, og kóleru-sjúkdómurinn geysaði
hér með mestu grimd. Fór ég rélt sem liuldu höfði,
en vildi fyrir livern mun komast áleiðis.
Pilsen er lítill slaður og stendur fyrir sunnan læk
nokkurn; eru á bökkum hans laglegir skemtigangar,
nokkrar opinberar byggingar, dátahús, sjónleika- og
skemtihús; kirkjur voru þar rétt álitlegar; eru hér og
Ijölsótlir markaðir tvisvar árlega. Mér er í minni
um kveldið, er fór að dimma, að sjá fólksþyrping-
una, sem hafði safnað sér saman á höfuðtorgið kring
um eitt Maríu-bílæti, er þar stóð; féll það þar á kné
undir berum himni og lióf raust sína með hinum
fegurstu sönglátum einhverjum, sem ég liefi heyrt.
Skildi ég elckert af því, er það var á bömisku, nema
Maríu-nafn, sem oft var upptekið. Miðaði öll þessi
])ænargerð lil að afbiðja drepsóttiha, og máttu slein-
arnir hrærast við.
Eg fékk nú njósnað, að einhver bréfamaður væri
væntanlegur um nóttina frá Stub, næsta þorpi, þrem-
ur milum lengra áleiðis, og var mér heitið að fara
með honum, er hann færi lil baka. Komst ég þann-
ig á burt, svo [aðj fáir urðu varir við, og þótti nu