Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 127
Fiskirannsóknir
121
til hennar af útlendinga hálfu hér við land, séð skip-
unum fara fjölgandi og fleiri og fleiri þjóðir taka
þátt í henni, jafnvel Frakka, sem um langan aldur
hafa öðrum þjóðum fremur stundað seglskipaveiðar
liér við land. Hin gamla veiðiaðferð þeirra lieíir
ekki getað staðist samkepnina við brezka og þjTzka
botnvörpuveiði og — við sildarbeituna á íslenzkum
þilskipum. Menn hafa séð hin miklu aílauppgrip á
útlendum botnvörpungum og heyrt mikið, bæði satt
og ýkt, um ágóða útlendinga af þessari veiði hér við
land. Ágóðinn er eðlilega mjög upp og niður, eins
af þessari veiði og annari, en nákvæmar og áreiðan-
legar skýrslur um það efni er mjög erfitt að fá1.
Hér skal því ekki farið frekara út í það atriði, en
íhuga nokkuð ýtarlegar yfirburði þessarar útgerðar
og annmarkana á henni í samanburði við seglskipa-
útgerðina.
Það er sameiginleg ósk allra fiskimanna að fá
sem mestan afla á sem skemstum tíma og með sem
minstri fyrirhöfn og sú veiðiaðferð, sem getur einna
bezt uppíylt þessa ósk, er botnvörpuveiðin. Það mun
mörgum landanum hafa miklast að sjá þann feikna
afla, er innbyrtur hefir verið í einu á botnvörpung-
uiu hér í Faxaflóa, með svo að segja engri fyrirhöfn:
Vörpunni kastað út og hleypt í hotn, hún svo dregin
i 3—4 kl.stundir og svo dregin upp með gufuafli,
með »sekkinn« svo fullan af íiski, að orðið hefir að
rista á hann og sleppa nokkru af fiskinum, tif þess
1) í enska fiskiveiöablaöinu Fish Trades Gazette liefi eg alloft séö
skýrslur frá aðalfundum ýmissa brezkra botnvörpuútgerðar-félaga og
hefir ágóöinn, sem ákveðið hefir veriö aö borga hluthöíum (dividende)
tiðast verið 10—15°/o, liæst 25°/o, en hann verður lika stundum enginn.
Dr. Schmidt segir i bók sinni, Fiskeriundersögelser ved Island, að skip
sém fiska við ísland muni að jafnaði afla fyrir 3—600 pd. sterl. i útivist,
þó séu þess dæmi að skip liafi annarsvegar aflað fyrir 1100, en liinsvegar
ekki fyrir meira en 60 pd. (þó ekkert liafi orðið að). í febrúarlok 1907
aflaði 1 skip frá Hull góðan skarkola úti fyrir VestQörðuin fyrir 1200 pd.
15 daga útivist.