Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 73
Tómasar Sæmundssonar.
67
að rekja, en til Þýzkra; reyndist mér og Þýzkra að-
ferð jafnan önnur alla þá stund er ég umgekst á meðal
þeirra. Annars gat ég þó ekki verið svo fljótur til
sátta sem hann og gerði þar með hluta minn litlu
betri. Fór þó alt hæglega á með okkur það sem
el'tir var dagsins og höfðum stofu saman um nóttina
sem fyr og skildum meinlauslega.
Um morguninn [16. ágúst| með sólu byrjaði ég
þá ferðina til Múnchen og fór eg með dagvagninum
til Pilsen, sem liggur 14 mílur héðan, og áttum við
að komast þangað um daginn. Vagn þessi var stór
og voru með honum eitthvað átta manns eða fleiri.
Allir voru þeir úr nálægum hygðarlögum, höhmiskir
eða þýzkir; einn var þar á meðal prestur. Illa gekk
mér að halda uppi tali með þeim; virtust mér þeir
vera heldur fákunnandi, enda skifti nú um fólk hvað
eftir annað. Vegurinn liggur allur til útsuðurs; landið
er jafnan Böhmen; liggur það liátt, og er því ekki
rélt frjósamt; rúgurinn var óvíða fullsprottinn og
heldur lágur og gisinn. Alt er landið einlægar öldur
og liolt, og þannig er jafnan sjóndeildarhringurinn,
hvert sem litið er. Öllu veitir því samt til landsuð-
urs yfir liöfuð og dregur Moldá sig liér saman úr
mörgum graflækjum. Mestur hluti landsins er yrkt
eða stórir skógar; fólkið býr í þorpum og er alt hér
fremur fátæklegt. Er konungsríkið Böhmen mjög
vanrækt af Austurríkisstjórn og verður út undan; á
alþýða við hág kjör að búa og er ánauðug, og eralt
dregið til Wien, hvar þeir voldugu héðan hafa bústað
sinn.
Rétt undir sólarlagið komum við til Pilsen; fékk
ég þar þá slæmu fregn, að til Bayern fengi enginn
að koma úr þessum héruðum, nema því að eins, að
liann liefði hreinsað sig frá allri sjúkdóms-grunsemd
og dvalið fimm daga í hreinsunarhúsinu á takmörk-
unum. Þótti mér af tvennu illu betra, að taka því,