Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 110
104
Um æskuárin og íslenskan lýðháskóla.
ur aldrei neitt stórvirki unnið, hvorki verklegt nje
andlegt.
ísland er hart land. Mannskræfum er eigi hent
að búa þar, en hraustir menn, duglegir og harðfeng-
ir geta þriíist þar vel, því að auðsuppsprettur eru
þar allmiklar, ef landsmenn hafa þrek, kunnáttu og
menningu til þess að nota þær. Jeg lief þá trú og
von, að íslendingar geti enn orðið fyrirmyndarþjóð í
mörgu, þótt vjer sjeum eftirbátar annara nú sem
stendur og liöfum lengi verið það. íslendingar geta
líka orðið farsæl þjóð, því að farsæld þjóðanna er
eigi undir auðlegð komin, heldur .undir því, hve
marga góða og nýta menn þær eiga að tiltölu við
mannfjölda. — En vjer getum að eins orðið farsæl
fyrirmyndarþjóð, ef vjer veilum æskulýðnum betri og
meiri, hreinni og liollari mentun en hingað lil.
Það kostar nokkuð Qe, og erfiði fyrir þá, sem
að því vinna. En e k k e r l erdýrara e n a ð
v a ð a s v o d j ú p t í v a n þ e k k i n g u, a ð h v e r g i
s j e r út y f i r.
Vjer íslendingar erum íátækir, af því að vjer er-
um fákunnandi og ráðlausir. Öll þjóðareign vor að
landinu meðtöldu er nú um 40 miljónir kr. Ef vjer
hefðum verið vel mentaðir 1854, er vjer fengum vers-
unarfrelsi, og kunnað að hagnýta oss þau rjettindi,
og nota afurðir landsins, þá væri þjóðareignin nú
að öllum líkindum orðin um 140 miljónir kr.
Þetta kostar vanþekkingin og dáðleysið, en öll
veikindi og vanþrif, sem vanþekkingunni fylgja, er
erfitt að meta til peninga.
Kaupmannahöfn, Ole Suhrsgata 14,
í októbermánuði 1906.