Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 150
Í44
Fiskirannsóknir.
laxgengir, nema ef til vill þegar áin er í vexti, en
neðsti fossinn (Laugafoss?) er 38 feta hár1 * og þver-
hníptur og langt frá því að vera laxgengur. Að gera
hann einan laxgengan mundi kosta svo mikið, að
engin von er til að það gæti borgað sig, hvort sem
bygður yrði stigi úr múr eða timbri, eða sprengdir
stallar í fossinn, og þar við bættist töluverð breyting
á báðum miðfossunum. Eg álít það því ekki til-
tökumál.
Því næst fór ég að Geitabergi í Svínadal. Bónd-
inn þar, Bjarni Bjarnason, oddviti, hafði beðið mig
um að segja sér álit mitt um að gera Eyrarfoss í
Laxá laxgengann, og kaus eg að skoða fossinn, áður
en eg gerði það, og það því fremur, sem eg hal'ði
aldrei komið í Svínadalinn áður. I dalnum eru 3
vötn, kring um 1/s mílu á lengd livert, Draghálsvatn
/Geitabergsvatn) inst, svo Pórisstaðavaln og Egrarvatn
og skamt á milli. Dýpi í þeim var mér sagt 10—14
fðm. mest. í þeim öllum er nokkur veiði af urriða,
bleikju og murtu, af sama tægi og í Þingvallavatni.
Bleikjan og murtan hrygna seint í ágúst og snemma
í september. Bjarni á Geitabergi sendi mér góðfús-
lega murtur til rannsóknar, veiddar 9. sept. Þær voru
sumar þegar útgotnar. Silungurinn er yfirleitt held-
ur smár; riðill neta 1—IV2" (sjaldan 7/8")-
Afrensli allra vatnanna er Laxá er fellur í Leir-
árvoga. Það er heldur lítil á, en nokkur laxveiði í
henni, og er bún nú leigð Englending einum. Laxinn
lcemst ekki lengra upp en að Eyrarfossi, skamt fyrir
neðan Eyrarvatn, hjá bænum Eyri. Þar í kringum
ána og að sunnanverðu við Eyrarvatn er töluverður
skógur. Menn er veiði eiga í ánni og vötnnnum /u1
bafa bug á því að gera fossinn laxgengann, því þá
gæti lax einnig hrygnt i ánni fyrir ofan liann og
1) Hæöin er niæld af lir. Knud Zimsen verkfræöing og léthann mér
mælinguna góðfúslega í té.