Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 131
Fiskirannsóknir.
125
fyrir ofmiklu fargi eða merjast í vörpunni, einkum
eftir að vörpusekkurinn er kominn upp úr sjónum
og þangað til búið er að hleypa fiskinum úr hönum,
og því meira sem er í vörpunni, því meira merst
liann og verst fer fiskurinn, þegar velta er mikil á
skipinu meðan verið er að innbyrða sekkinn, því á
meðan gerir skipið ýmúst að dýfa honum í sjóinn eða
kippa honum með heljar aíli upp úr sjónum og það
fer mjög illa með fiskinn. Þrátt fyrir mikla varúð
og vandvirkni liefir enn eigi tekist að fá nema lítið
eitt af Spánarfiski úr botnvörpungafiski liér, hvort
það muni takast betur, er óvíst enn, þó líklegt sé,
að sá fiskur sem kcmur bráðlifandi úr vörpunni og
er strax slægður ætti að geta orðið það. En ávalt
mun verða nokkur úrgangur og er það ilt, því það
dregur aftur úr ábatanum og takist elcki að gera
góðan Spánarfisk úr meiri hluta botnvörpufisksins þá
er það slæmur galli á botnvörpuútgerð, sem hefir það
markmið að afla þorsk aðallega. í því tillili stendur
liin gamla veiðiaðferð með haldfæri og lóð framar
og því meiri ástæða til að leggja hana ekki niður.
Oss liefir telcizt að verka saltíisk, sem stendur öðr-
um fiski framar á spönskum markaði og sá mark-
aður er einn af aðalhyrningarsteinunum undir sjáv-
arútvegi vorum. Þess vegna megum vér forðast alt
sem getur orðið lil þess að spilla þeim markaði og
því góða áliti, sem saltfiskur vor liefir þar, því það
er auðveldara að skemma fyrir sér markað, en fá
sér nýjan. Pella mega útgerðannenn botnvörpunga
athuga, eigi síður en aðrir útgerðarmenn. Amiars
væri vert fyrir oss að reyna meira tunnusöltun.
Pað munu margir líta svo á, að vér slöndum
miklu betur að vígi með botnvörpuútgerð, en útlend-
ingar þeir er fiska hér, þar sem hin eftirsóltu og góðu
botnvörpungamið vor eru ekki nema steinsnar úr
liöfnum hér, en hinir verða að sækja óraveg, 5 daga