Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 154
148
Þjóðfundurinn 1851.
og láta skipið koma við á þeim stöðum, sem stipt-
amtmaður telur lieppilegt vera, og að öðru Ieyti láta
þá aðstoð í tje, sem hægt er«. Loks er svo fyrir lagt,
að »ef nauðsyn þykir lil bera, að láta fregnir um
gang og afstöðu málanna á íslandi berast skjótlega
til stjórnarinnar, þá skal foringi Suenson, ef svo ber
undir, sigla tafarlaust hingað (til Hafnar) með brjef
frá yfirvöldunum á íslandi«. Þessi orð og ummæli
eru auðskilin, Herskipið var, eins og herliðið, sent
hingað upp til þess að ógna íslendingum.
Eitt hið fyrsta, sem þjóðfundarmenn gerðu, þegar
búið var að slíta fundinum á svo minnilegan hátt,
var, að þeir sömdu brjef til forsetans, amtmanns Páls
Melsteðs; brjef þetta, ásamt umsögn forseta um það,
sendi Trampe með skýrslu sinni (Andvari 190(5, bls.
47—48). Hið fyrra brjef er prentað í »Sunnanfara«, en
það er hvorttveggja, að það blað er ekki í allra
höndum, og svo hitt, að það er ekki alveg nákvæm-
lega rjett þar, en jeg veit, að engum er annara en þá-
verandi útgefanda »Sunnanfara« um það, að fá öll
merk skjöl prentuð orð og stafrjett, og læt jeg því
bæði brjefið og umsögn Melsteðs birtast hjer, hið síð-
arnefnda brjef auðvitað í þýðingu.
Vjer undirskrifaðir pingmenn finnum oss knúða til að
lýsa pvi yfir, að pjer, amtmaður Páll Melsteð, sem vjer í
góðu trausti höfðum kosið til forseta pjóðfundarins, hafið
eptir vorri fullkominni sannfæringu öldungis brotið í petta
skipti á móti peim skyldum hæði við pingið og pjóð vora,
sem yður voru á herðar lagðar sem forseta, pareð pjer
liafið fyrst og fremst ekki varað pingmenn við, eða i>oðað
uppsögn fundarins í tíma, pó mörg atvik sýni ljóslega, að
pjer liaíið vitað hvað til stóð; parnæst að pjer hafið ekki
sjálfur forsvarað opinberlega pingið fyrir peim áburði kon-
ungsfulltrúa í lokaræðu hans, sem pjer eins og hver ping-
maður vissuð og hlutuð að vita var ósannur, og sem yðar
skylda var að mótmæla, og í priðja lagi, að pjer haíið ekki
leyft neinum pingmanni, pó allur fjöldi pcirra beiddist pcss,