Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 86
80
Um æskuárin
fullorðinn maður vinnur fyrir þær. Hann vinnur
með styrkleika allrar hugsunar sinnar óg þrautseigum
krafti vilja síns. Þannig verða hinir fögru draumar
æskunnar að göfugri starfsemi; upp af blómum hug-
arins á æskuáiunum vex hinn seinþroskaði, en nær-
andi ávöxtur fullorðinsáranna.
Það skiftir því mestu að hafa þau áhrif á æsku-
manninn, að liann verði liriíinn af því, sem er sann-
arlega fagurt og golt, að vekja og glæða hið andlega
líf hans og að styrkja hinar göt’ugu tilíinningar lians,
svo að hann bregðist eigi þeim hugsjónum, sem
liann sá á fegurstu og frjóvgustu stundum æskuár-
anna, þá er augu hans opnuðust og hann leit í
fyrsla sinn, hvílík gnægð fegurðar er í andans heimi.
Þetta er hlutverk lýðháskólanna. Þeir eiga að
skilja hið óhreina úr hinni þreyjandi löngun æsk-
unnar, og styrkja alt hið göfga. Kennendur lýð-
háskólanna eiga að vinna að þessu með alúð, ást
og kærleika. Enginn getur það, nema hann sje fyr-
irmyndarmaður í öllu líferni sínu, enda hafa allir
hinir beslu lýðháskólakennarar verið hin mestu göf-
ugmenni.
II.
Barnaskólar vorir og gagnfj-æðaskólar, og liinn
almenni mentaskóli að mestu leyti, eru stafrófs-
skólar. Þeir kenna ágrip og ágrip af ýmsum
fræðigreinum. Þeir fræða nemendurna dálílið um
margt, en engin stund er yfirleitl lögð á það sjer-
staklega að vekja og göfga í landssjóðsskólnnum.
Lýðháskólarnir vekja og fjörga, glæða og göfga
fyrsl og fremst, en fræða síðan eða jafnframl.
Minst af fræðslu þeirra er stafrófsfræðsla,
heldur skýra kcnnararnir nemendunum munnlega frá
því, sem þeir vilja íræða þá um. »Hið lifandi orð«
hefur fjörgandi áhrif á nemendurna, og kennararnir