Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 87
og íslenskan lýðháskóla.
81
segja svo frá hverju því efni, sem þeir tala um, að
það verði nemendunum ljóst og skiljanlegt og minn-
isstætt.
Til þess að vekja og glæða andann er einkum
mannlífið sjálft, eða rjettara sagt saga þess notuð;
sjerstaldega er ættarlandssagan kend í hverju landi
og saga nágrannaþjóðanna. Sagan er kend þannig,
að skýrt er ítarlega frá einstökum atriðum úr lienni;
öll saga þjóðarinnar er sögð eða einhverju tímabili
úr henni er lýst ítarlega, til þess að nemendurnir fái
glögga hugmynd um liag þjóðarinnar á þeim tíma
og hvað veldur vanþrifum og óhamingju, þroska og
hamingju; einstökum ágætismönnum er lýst og æfi-
slaríi þeirra. Úr sögu annara þjóða eru helst valdir
merkustu kaflar úr mannkynssögunni eða saga frænd-
þjóðanna og nágrannaþjóðanna. Bókmentasaga er
einnig kend töluvert og lesin nokkur hin fegurstu
slcáldskaparrit, bæði kvæði og sögur, og sögð saga
nokkurra hinna mestu skálda eða mentamanna.
Jafnframt því er vakin eftirtekt nemandanna á fegurð
móðurmálsins með því að benda á það, sem snildar-
legt er í því, sem lesið er. Goðafræði er einnig kend
á þann hátt, að goðasögur eru sagðar og fegurstu
Eddukvæðin lesin. Alt þetta er gert til þess að koma
liugmyndaaflinu á ílug, vekja viljann og benda nem-
endunum á það, sem er fegurst og göfgast í hinu
andlega lííi þjóðarinnar, vekja ást þeirra til ættjarð-
arinnar og tungu þjóðarinnar.
Söngur er kendur í öllum lýðliáskólum, og
liver timi er byrjaðurmeð söng. Ættjarðarljóð, and-
leg kvæði og söguljóð eru sungin mest. Söngurinn
fjörgar, vekur tilfinningar, og veitir ánægiu og yndi.
Sagan, fagur söngur og skáldskapur vekur fagrar til-
finningar og göfgar.
Þá er leikfimi og heilbrigðisfræði kend á
öllum góðum lýðiiáskólum. Leikíimin gerir menn
Andvari XXXII. 6