Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 93
og íslenskan lýðháskóla.
87
af 16 á finnskri tungu, og fáeinir meðal Dana og
annara Norðurlandabúa i Norður-Ameríku; enn-
fremur einn á ísiandi. Lýðháskólarnir eru elstir í
Danmörku og þar liafa þeir fest svo djúpar rætur,
að þeir munu standa þar á meðan landið er bygt.
Það er eigi heldur nein hætta á, að lýðháskólarnir
falli um koll í Noregi og Svíþjóð eða á Finnlandi.
Mjög góðir lýðliáskólar eru til í öilum þessum lönd-
um, og lýðháskólarnir munu breiðast út.
Flestir lýðháskólar eru eign einstakra manna, en
nokkrir þeirra eru sjálfseignarstofnun, sem Iýðliá-
skólastjórinn stjórnar og rekur, annaðhvort einn eins
og annars er títt, eða í samráði með nokkrum kenn-
urum skólans. Lýðháskólinn í Askov er t. a. m.
sjálfseignarskóli og styrkti ríkissjóðurinn hann til
þess að verða það; áður var hann eign forstöðu-
mannsins.
Fyrstu lýðháskólarnir í Danmörku voru stofn-
aðir af gjöfum einstakra manna, og á þann liátt hafa
þeir síðan venjulega verið stofnaðir, ef stofnendurnir
sjálfir hafa eigi átt nægilegt fje til þess að setja þá
á stofn. Einn lýðliáskóli var stofnaður af gjöfum til
minningar um Grundtvig gamla (Grundtvigsháskóli
við Lyngby), og stundum hafa bændur skotið saman
fje i lýðháskóla handa góðum kennara til þess að fá
lýðháskóla í sveit sinni; svo liafa bændur í nágrenn-
inu við Hróarslceldu gert nýlega handa Thomas
Fredsdoríf. Þeir gefa jörð og hús. Lýðháskólarnir
fengu einnig brátt styrk úr ríkissjóði; þó var það
lítið í fyrstu, af því að margir mikilsmegandi menn,
elcki síst í Kaupmannahöfn, voru á móti þeim í
fyrstu. Nú er veitt nærri liálf miljón kr. á ári til
þeirra úr ríkissjóði.
Bændur í Danmörku eru fúsir á að Ieggja fje
til lýðháskólanna, af því að »þeir vita að þeir munu
fá það aftur með liárri leigu«, eins og einn ríkur