Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 63
Tómasar Sæmundssonar.
57
[okkur] með mikilli andakt, höfðu þeir og i vörsl-
um ýmsar fornleifar og eðalsteinasafn. Skamt fyrir
neðan konungshöllina stendur norðan megin árinnar
það svo nafntogaða íbúðarhús og aldingarður Wal-
lensteins. Það er alkunnugt, hversu liann á almætt-
isárum sínum, þegar keisarinn varð að ganga el'tir
honum með að takast herstjórn á hendnr í annað
sinn, til að setja skorður sigursæld Gustafs Adolfs
Svíakonungs í 30 ára trúarbragða-stríðinu, milli mót-
mælenda og föðurlinga [pápiskra], fór með herskildi
yfir keisara síns eigin lönd og eyðilagði þau ver en
nokkur grimmasti óvinur hefði hal't samvizku til, cin-
asta til að láta finna til [þess], hvað mikið hann ætti
undir sér og að alt, enda keisarinn með, yrði að
hlýða sínu boði og hanni; lét liann þá meðal ann-
ars leggja að velli 100 hús í Prag, svo þau ekki
skygðu á glugga hallar þessarar, og er þess ekki getið,
að eigendur þeirra hafi tekið neitt á móti; er nú á
lóð þessari hin fagra höll og aldingarður, og er
hvorttveggja vandað og prýlt með öllu því óhóíi, er
þeir, er ekki vita aura sinna tal, geta uppliugsað til
fordildar sér og munaðar.
Að skoðuðu öllu þessu fórum við að litast um
hinu megin árinnar. — — — Var þar fyrst fyrir
okkur krossriddarastiftun eða klaustur, var þar falleg
kirkja og rnörg málverk. Ég sá líka háskólann slcamt
þaðan; á hann falleg söfn og bókhlöðu; er það hinn
elzti háskóli [Þýzkalands] að fráteknum þeim í
Heidelberg. Er hánn pápiskur sem nærri má geta;
sækja þangað bókiðkendur úr allri Böhmen, og telj-
ast stúdentar þar [alt] að 5000 alloft. í Prag eru
45 kirkjur og leituðum við upp hinar helztu; var því
hægra að fá þær að sjá, sem næstum allar þeirra
Recanati. Var liúsiö siðan nefnt eftir henni »lauretanska liúsið« ogstað-
urinn sömuleiðis, er þar myndaðist kringum hið lieilaga liús (Loretto).