Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 91
og íslenskan lýðháskóla.
85
Hvergi er þó dýpri skáldskapur, tignarlegri og stór-
gerðari á norrænum tungum, en í Völuspá. Eddu-
kvæðin eru andleg gullnáma.
Eða þá goðasagnirnar í Snorra-eddu. Hve margir
alþýðumenn þekkja þær? Skyldi vera nokkur mað-
ur í sveit í Danmörku, sem gengið hefur í lýðháskóla,
og eigi kannast við goðasögurnar úr Snorra eddu?
Nú ganga á hverju ári yfir 7000 nemendur (4400
lcarlar og 2900 konur) í lýðháskóla í Danmörku.
Hjerna um árið vakti það undran meðal nokkurra
danskra listamanna, að einn íslenskur listamaður
þekti eigi eina einustu goðasögu úr Snorra-eddu.
Jeg segi þetta að eins til þess að sjma, hvernig
ástandið er, því að eigi hefði Islendingnum verið ó-
kunnar goðasögur vorar, ef þær hefðu verið alkunnar
á íslandi. En útlendir listamenn eru venjulega mjög
vel að sjer í norrænum og grískum goðasögum. Þeir
þurfa þess vegna listarinnar.
Eða þá Islendinga sögur. Hvílík uppspretta fyrir
lýðháskóla til þess að lýsa lííi forfeðranna og þjóð-
inni til forna. Vjer getum skygnst inn í hvert heim-
ili á fætur öðru og sjeð hvernig þar er um horfs;
vjer getum sjeð hugsunarhátt heimamanna, þrek
þeirra og þrótt, atorku og manndáð. Ekkert er
heldur betra til þess að vernda tungu vora en sög-
urnar, og næst Nýja-Testamentinu eru þær eitt-
hvað liið besta, sem til er, til þess að styrkja unga
menn í skapi, ef þær eru rjett athugaðar.
Allar norrænar þjóðir hafa fyrir löngu sjeð þetta,
nema íslendingar sjálfir. Þær ausa í lýðháskólunum
úr hinum forna Mímishrunni handa alþýðu, en ís-
lendingar hirða ekkert um hin lielgu fræði sín. Þeir
verða líklega að íá einhvern útlending til þess að
setja á stofn hjá sjer lýðháskóla og kenna sjer að
meta þau. Einn norskur lýðháskólamaður var í
haust að hugsa um að setja lýðháskóla á stofn á