Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 145
Fiskirannsóknir.
139
Nú er talað niikið um fiskþurð í Norðursjónum,
af því ofmikið sé fiskað þar og víst er það, að upp
á síðkastið er verið að smíða stærri og stærri botn-
vörpuskip, er geti íiskað á fjarlægum miðum, verið
sem lengst í burtu og rúmað sem mest af kolum, ís
og fiski. En hve mikil brögð að séu þurðinni eða
hvaða íiskar einkum þverri, er enn óvíst, þó eru það
víst einkum sumar hinar dýrari kolategundir er þykja
þverra. Vonandi geta hinar sameiginlegu flskirann-
sóknir Norðursjávarríkjanna, er unnið hefir verið að
síðustu 4 ár og áttu að hafa það fyrir eitt aðalverk-
efnið, að komast að raun um þetta merkilega mál-
efni, gefið skýlaus svör um það, hvort flskinum l'ækki
og hve mikil brögð séu að því um hverja einstaka
tegund. Og verði sú raunin á, þá má búast við sam-
eiginlegum lögum flskinum til verndar, t. d. aukinni
möskvastærð vörpunnar, og þess konar lög ættu einn-
ig að verða oss að liði, en ekki getum vér einir búið
til nein l'riðunarlög, ef á þyrfti að lialda, til friðunar
fiski fyrir utan landhelgina, nema þá í liæsta lagi
fyrir skip sjálfra vor, en það mundi lílið stoða, þar
sem allur utanríkis skipaflotinn færi eftir öðrum lög-
um, eða ef til vill engum lögum1.
II. Ferð til Eyrarhakka og Stokkseyrar.
Eg fór þangað fyrri hluta ágúsl og var aðaler-
indið bæði að skoða síld þá, er veiðist þar úti fyrir
í reknet á sumrin, því eg vissi, að þá var nýveidda
síld að sjá á Stokkseyri og svo að fá upplýsingar
hjá hr. verzlunarstjóra P. Nielsen á Eyrarbakka um
tilraunir þær, er liann hafði gert til að flytja nýjan
1) Vcgna rúmleysi^ i Andvara hefi eg orðið að vera miklu stuttorð-
ari um margt i þessu máli, en eg óskaði.