Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 153
Þjóðfundurinn 1851.
147
Eptir beiðni innanríkisstjórnarinnar, sem alþingis-
málefni lágu undir (Andvari 1906, bls. 57), afrjeð sjó-
liðsráðgjafinn að senda liingað lil lands um sumarið
herskipið »Flora«, sem var æíingaskip fyrir sjóliðs-
foringjaéfni, og tilkynnti með brjefi 2. maí 1851, að
foringinn E. Suenson, er síðar varð frægur fyrir sig-
urinn við Helgoland í hinu síðasta stríði Dana við
Prússa 1864, ætli að haga ferð sinni þannig, að hann
gæti verið þann 25. júní í Leith; þar átti skipið svo
að liggja 2—3 daga, en fara síðan beint til Reykja-
víkur með þau brjef og sendingar, sem þar væru fyr-
ir. 15. júni sendi islenzka stjórnardeildin tvo brjefa-
böggla til sjóliðsstjórnarinnar, sem áttu að sendast
með »Flora« til stiptamtmanns Trampes; í öðrum
þessara böggla voru 2 stjórnarfrumvörp; þessi bögg-
ull var ærið þungur, og var því eptir þeim reglum,
sem þá giltu um póstsendingar í Evrópu, sendur yiir
Hamborg, en póstmálum var þá eigi enn betur skip-
að en svo, að afarerfitt var að koma böggulsending-
um áfrani, og kom því böggullinn fyrst til Leilh 28.
júní, en þá var »Flora« nýsigld þaðan. FyrstþannlO.
júlí fjekk sjóliðsstjórnin fregn um þetta, og tilkynnti
það óðar íslenzku stjórnardeildinni. Af því að skipa-
ferðir voru þá svo ótryggar og seinfara, liöfðu sljórn-
arfrumvörpin einnig verið send með öðru skipi, og
komu þau 10. júli, nokkrum dögum eptir að fundur-
inn var byrjaður.
Það er kunnugt, að Danir bjuggust eigi við neinu
góðu al’ þessum fundi; bæði var herliðsdeild send upp
lil Reykjavíkur og í fyrnefndu brjeíi sjóliðsstjórnar-
innar er þess getið, að »Flora« sje send upp meðal
annars til þess að sýna herafla við eyjuna. (Annað
herskip var líka við ísland). Og enn segir í sama
brjefi svo: »það er auk þess lagt fyrir foringja skips-
ins, ef stiplamtmaðurinn yfir íslandi skyldi álíta það
nauðsynlegt, að vera á ferð við eyjuna nokkra stund,
10*