Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 138
132
Fiskirannsóknir.
við Ingólfshöfða, í Mýrdalssjó, vestur af Vestmann-
eyjum, á Eldeyjargrunni og úti fyrir Vestljörðum.
Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að eng-
um skipum er vært með önnur veiðarfæri á þeim
miðum, er botnvörpungar eru að íislta á í það og
það skiftið og eins hafa menn margreynt það, hæði
hér og í Norðursjó, að rnjög er fiskur hvikull og ilt
að ná í hann með öðrum veiðarfærum í kring um
botnvörpunga. Lítur því úl fyrir, að fiskurinn verði
eitthvað trullaður af straumnum sem varpan gerir í
sjónum, eða sjórinn gruggist við botninn, svo íiskur-
inn sjái ekki beitu á önglum. En þegar hinsvegar
botnvörpungar koma ekki um lengri tíma á einhver
mið, þá kemur fiskur brátt á þau aflur og geta þá
t. d. bátar aflað þar eins vel og þótt ekkert hefði i
skorist. Það hefir oft sýnt sig síðari vetur í Grinda-
vík, er botnvörpungar hafa legið hópum saman á
litlum hletti (Járngerðarstaðaleir) í febrúar og svo
liefir orðið góður báta-afli í marz og apríl á sömu
miðum. Hið sama hefir og sýnt sig í Faxaflóa, þar
sem botnvörpungar hafa verið reknir I)urtu af land-
hclgismiðum, t. d. í Garðsjó, eða annarsstaðar, svo
sem á Akurnesingamiðum, þar sem menn öíluðu mjög
vel vorið 1899 á sama svæði og botnvörpungar voru
mikið á árið áður; einnig á Sviðinu. Menn hafa
oft aflað þar vel síðari árin, rneðan þeir hafa getað
liaft veiðarfæri sín í friði, í fjarveru botnvörpunga, t.
d. í miðjum maí 1898, í apríl 1901, í maí og í sept.
1902 og í maí 1905. Þetta sýnir að sú staðhæfing,
að fiskur fáist eklci á miðum sem botnvörpungar
hafa íiskað á, er ekki á fullum rökum bygð. En
jafnskjótt og þeir hafa komið, liefir verið úti um afl-
ann. Annars hafa menn einkum aflað vel á færi við
laust eða á lóð á miðum erliggja á afskektum stöðum,
þar sem botnvörpungar korna ekki, t. d. í leirpollum
á hraununum. Þannig var mjög góð vorvertíð 1903