Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 61
Tómasar Sæmundssonar.
55
má í sannleika heita Þýzkalands Róm. Moldá, sem
rennur inn í staðinn móti úlsuðri, rennur í gegnum
liann endilangan í svo sem hálfhring og snýr bugða
hans til suðurs, svo íljótið rennur út úr staðnum í
austri, og heldur þaðan yfir höfuð til landsuðurs, þar
til það nær Elfunni. Er áður sagt, hvar við fórum
yfir það og höfðum við það síðan jafnan lil hægri
handar og stundum langt undan. Tiber[fljótið] skiftir
að öllu eins Rómaborg, einasta að straumurinn fer ann-
an veg, þar eð það kemur úr landnorðri og sækir
vestur til sjávar; en eins líkur er og grundvöllur
heggja staðanna : Sunnan Moldár er meginhluti stað-
arins, er þar láglent (á tanganum) næst Iljótinu, en
liækkar og ójafnast þegar frá dregur; umhverfis all-
an staðinn eru háir og víðast sterkir múrveggir, og
er liinn fegursti lystigangur upp á öllum suðurmúr-
vegg og blasir þá við allur staðurinn og Iljótið með
bugðum sínum fyrir norðan mann og neðan. Fyrir
sunnan staðinn fer landið smátt og smátt liækkandi,
og nema við sjóndeildarhring liæðir miklar eða fjöll,
sem lengsl má sjá; vantar nú raunar mikið á, að þau
geti jafnast við Appenníafjöllin fyrir austan slétturn-
ar, svo sem 4 mílur í austur og landsuður frá Róm,
enda er og fegursta hlutans af Prag enn ógetið, nfl.
þess, sem liggur norðan megin fljótsins. Er þar býsna
hátt holt með fljótinu, og miklu liærra en að sunn-
anverðu, innan staðar; liggur áin undir holtinu í
bugðum og húsin hvert upp af öðru upp eftir liæð-
inni. Frá fljótsbakkanum er því húsaröðin löng með
fljótinu, en ekki mjög breið, þar eð undirlendið er
enda næstum ekkert, og er allur suðurhluti bæjarins
í kryppu þessari. Ein fögur steinbrú bindur fyrir
miðju saman suður- og norðurhluta staðarins, en
báðu megin brúarinnar eru í iljótinu, — sem er breið-
ara en að tiltölu til vatnsmeginsins, sem ekki er mik-
ið, - margar inndælisfagrar eyjar og hólmar, grasi