Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 137
Fiskirannsóknir.
131
fyrr, t. d. 1877 20. febr. og 1882 2. marz (er menn
leyfðu sér að leggja net svo snemma). Þegar svo
fiskurinn hefir verið kominn, liafa botnvörpungar
ekki látið standa á sér og ijölment á miðunum, og
dregið vörpur sínar dag eftir dag og viku eftir viku,
jafnvel hverí annars kjölfar og allir aflað vel. Sýnir
það, hve lítið fiskurinn flýr fyrir vörpunni og enn
betur sést það af því, að hver gangan kemur eftir
aðra á sömu miðin og gengur það þannig alt vorið
og langt fram á sumar. Ekki hefir heldur hingað
til borið á því að fiskur (þorskur og jvsa sem aðal-
lega er talað um hér) haíi þorrið á þessum miðum,
því oft hafa botnvörpungar fengið feikna mergð af
íiski og ekki síður síðustu árin, en hin fyrstu, eftir að
þeir fóru að leggja sig eftir þessum fiskategundum.
Þannig var það í sept. 1897 og oft síðan, einkum á
vorin í maí og júní, siðast í vor er leið og það hafa
gamlir bátaformenn hér á Innnesjum sagt, að aldrci
haíi þeir vitað meiri fisk ganga hér í Flóann en sum-
arið 1902 og vorin 1906 og enda oftar. Að fiskur
gengur jafn mikið á þessi sömu mið ár eftir ár, sýnir
að usli sá er varpan gerir í botninum lieíir næsta
lillar afleiðingar, þar sem botninum er eins háttað
og á þessum miðum (víðast skeljasandur), enda er
fæða fisksins þar aðallega sandsíli og (ýsunnar) að
nokkru leyti skmáskeljar, er varpan tekur ekki upp.
Það er einkum sandsilið sem dregur þorskinn og
stútunginn inn í Flóann (þegar hann kemur ekki lil
hrygningar).
Svona er nú þessu hátlað í Faxaflóa og svipað
er það annarstaðar, þar sem botnvörpungar fiska hér
við land; þeir fislca dag eflir dag og viku eftir viku
á sömu miðunum og það ár eftir ár og lítur út fyrir
að þeir afli alt af líkt, stundum meira og stundum
minna, eftir því sem ein gangan kemur eður fer. —
Þannig er það á miðunum við suðurströndina, t. d.
9*