Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 47
Tómasar Sæmundssonar.
41
umst næstum allir frá Kaupmannahöfn. Það er mælt
að nú á líma standi snildin hæst í Dresden meðal
allra Þýzkalands staða, að Wien undantekinni; en
ekki virtist mér ég geta gert þá ályktun af snildar-
verkasafninu frá síðasta ári, er nýlega var uppsett í
opinberu þar til ætluðu liúsi, til skoðunar þeim, er
sjá vildu. Er þetta orðið að venju nokkra mánuði
árlega á hverjum þeim stað, hvar snildin er í met-
um höfð. Styður það mikið til hennar framfara,
bæði með því [ að] menn keppast betur við að vanda
sig, er verk þeirra skulu fyrir almennings augu, og
líka hitt, að þegar verkin verða þannig kunn, gerast
íleiri til að kaupa þau, sem vel hafa hepnast, en
annars mundi, og er það þeim, er gerði, til mikillar
slyrktar og upphvatningar. Voru þar hin upphengdu
snildarverk yíir 300 að tölu, ílest málverk og teikn-
ingar, en að eins fáein þeirra sýndust mér vera að
nokkru verði. Báru tvö auðsjáanlega langt af öðrum;
voru það tvö héruð, sem tekin voru úr Noregi eftir
pról'. Dahl, sem nú hefir tekið sér aðsetur i Dresden1;
er hann norskur að uppruna og liefir lært í Dan-
mörku og síðan í Ítalíu; ferðaðist hann með Kristj-
áni konungsefni voru [Kristjáni VIII., er síðar varð]
á suðurgöngu lians, og stóð til, þegar í tali var, að
hann gerði ferð til íslands, að Dahl færi með. Er
hann rétt óviðjafnanlegur héraðanjálari og sá ég sið-
an mörg af verkum hans hjá [Albert] Thorvaldsen í
Róm. Eg átli lengi tal við hr. Dahl og var hann
mér hinn ástúðlegasti, sem landi hans ælti í lilut.
Þegar ég var í Dresden var ekki fult ár liðið
síðan staður þessi haíði dregið til sín athygli Norð-
urálfunnar með stjóniarbyltingu þeirri, er staðarbúar
hófu 4. sept. árinu áður; var það á þeim tímum, sem
l) Prófessor Jolian Christjan Dahl var fæddur í Bergen 1788;
varö prófessor viö listaskólann i Dresden og dc þar 1857.