Andvari - 01.01.1907, Page 41
Tómasar Sæmundssonar.
35
í té; vínin eru nú liarla margbreytt, sem kemur af
eðli berjanna og tilbúningi vínsins; þau eru öll ann-
aðhvort rauð eða ljós, og hvert um sig margvísleg að
sætleik og áfengni; taka þau vanalega nöfn af þeirn
stöðum, hvar þau eiga heima [og] eru tilbúin; styð-
ur það mjög að gæðum vínsins, að berin séu vel að-
skilin eftir gæðum hvers fyrir sig, og það látið sam-
an, sem likast er; þegar því er lokið, eru þau troðin
með fótum eður kramin og lögurinn látinn í tunnur,
hvar hann tekur að ólga, og verður þá þaraf vín.
Er margt aðhafst til að auka ólguna eður vana; líka
er oft skift um tunnur; er vínið jafnan geymt í djúp-
um og köldum kjöllurum; eykst það að gæðum og
dýrleika því meir sem það er lengur geymt. Allir
hlutir, sem vökva í sér liafa, komast í ólgu eður
brjóta sig við vissa liitatröppu, og er ólga þessi eins
konar ýlda eður sundurlausnar-umbrot; fyrir utan
hina sterkjulegu ólgu, sem kemur í vínið, eru til aðrar
tvennslags ólgur eður súrnan og rotnan; dýralíkamir
og jurtir bafa aðeins þessa síðustu ólgutegund, og
endast þannig með verk[un]um loftsins, að ekkert
sér eftir af.
Við héldum nú áfram ferð okkar um fögur liér-
uð og blómleg, þar til við komum til Dresden gegn-
um forstaðinn, sem liggur norðan Elfunnar og yíir
hana um háa og rammbyggilega steinbrú; er brú
þessi 710 álnir á lengd, og er af henni liin fegursta
frásjón niður á fljótið beggja vegna og til beggja
liluta staðarins fyrir norðan og sunnan, og hálsanna,
sem taka upp yfir húsin bak við alt. Á brúnni
stendur stórt krossmarlc úr koparblöndu; liafði ég
aldrei séð þvílíkt fyr á þjóðveginum, en tók lieldur
að venjast því eftir þetta. Ég tók mér bústað í her-
bergi, sem hét »Berlínarstaður« og margir liöfðu á
visað mér; var þar og gott, enda mátti ég borga
fyrir sængurrúm, miðdagsmat og kaffi um hvern dag,
3*