Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 62
56
Af suöurgöngu
vaxnar, skógum og aldingörðum. Heita hinar helztu
þeirra »minni Feneyjar« (lcleine VenedigJ, Litaraeyjan
(fíie FctrberinselJ og verður að l'ara út í þær á skipum.
Um alla borg þessa, sem heíir hér um bil 80,000
innbúa, eru merkilegar byggingar; er enginn staður
Þýzkalands undir eins svo forneskjulegur og nýlegur;
en mest hefir þó verið vandað lil húsa þeirra, er
liggja norðanmegin árinnar upp í holtinu. Tekur
þar yíir alt hina gömlu konungshöll, þegar Böhmen
var konungsríki út af fyrir sig og Prag var höfuð-
staðurinn; sitja þar nú Austurríkis-keisarar, er þeir
dvelja í borginni. Er þaðan útsjón, sem varla á sinn
líka, og vorum við fyrst leiddir þangað; gafst okkur
þá að líta nokkurn liluta konungs-hýbýlanna, sem eru
440 stofur. — — — Skamt þaðan sá ég klaustur
Cistercínm-múnka1; eru þeir mannalegri en betlimunk-
ar og halda sig betur; hafa þeir yfir sér hvítar slypp-
ur og stigvél há á fótum; iðka þeir bókmentir og
höfðu því bæði náttúrusafn og laglega bókhlöðu.
Annað var þar Prœmonstransa-klaustur2 * * * * *; gengu limir
þess á skósíðum, þröngum, kragalausum kápum og
höl’ðu breiða gjörð um mittið. Höfðu þeir mót af
Maríu-musterinu í Lórettó á Ítalíu8, er þeir sýndu
1) Cistercium- cður Bernharðs-rcglan er sjálístæð grein Benedikts-
reglunnar. Stofnandi hennar vai eiginlega Hróbjartur hinn lielgi, að því
leyti sem hann fyrstur setti á stofn klaustrið i Gistercium (Citeaux) í
Bourgogne á Frakklandi 1098, þólt Alberik, eftinnaður lians, setti því
fyrstur reglurnar. En sögufrægð sína á klaustur þetta að þakka Bern-
liarði liinum lielga. Hann gekk í þetta klaustur 1113, en er klaustrið í
Clairvaux var stofnað þaðan, gerðist Bernliarð ái)óti þess. Eftir lionum
fengu Cistercium-munkar nafnið Bernliarðs-munkar.
2) Prœmonstransa-reglunn stofnaði Norbert (seinna erkibiskup i Magde-
burg f 1134) i Concy (nálægt Laon) á Frakklandi. Kallaði hann klaustrið
Premonstratum eða Pratum monstratum (Prémontré)t afþvíaðhann hafði
séð það fyrir í draumi risa á þessum stað. Hún var kanokaregla náskyld
Ágústína-reglunni, enda átti Ágústínus að hafa hirzt Norhert og tjáð lion-
um aðalinntak þeirrar reglugjörðar, sem hann skyldi setja klaustri sínu.
3; Santa Casa eða heilaga liúsið í Lórettó átti eftir sögusögnum frá
14. og 15. öld að liafa verið ilutt af englum frá Nazaret, þar sem Maria
móðir frelsarans átti að íiafa búið i því, fyrst til Raunitza (milli Tersato
ogFiume) í Dalmatiu, og síðan til lundar liinnar lieilögu Lauretu, nálægt