Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 13
Páll Jakob Bricm.
7
þykkt til fulls í þessu formi, þá verður það eigi sjeð,
hvaða voði hefði af því staðið. Það hefði verið fróð-
legt að heyra uiidirtektir stjórnarinnar, og sennilega
hefði það greitt fyrir úrslitum málsins miklu fyr en
raun varð á. Þegar málið ekki fjekkst tekið á dag-
skrá, þá var borin fram tillaga til þingsályktunar um
að skora á stjórnina að leggja fram á næsta þingi
frumvarp til stjórnarskipunarlaga, er veitti íslandi
fullkomið sjálfsforræði í hinum sjerstöku málum, en
þegar átti að taka hana fyrir, var fundur eigi lög-
mætur, vegna þess að andstæðingar miðlunarinnar
höfðu liafl samtök um það að mæta ekki, þegar til-
lagan kæmi fyrir; virtist þessi aðferð, sem þá var
beilt í fyrsta sinn á þingi, hvorki vera drengileg nje
liyggileg, enda hefur liún hefnt sín síðar. Þannig
lauk stjórnarskrármálinu á því þingi. Eptir þing hófst
svo hin svæsnasta blaðarimma, sem þangað til liafði
orðið, aðallega milli Páls annarsvegar i »Þjóðólfi«, og
þeirra síra Sigurðar og Skúla Thoroddsen hins vegar
í »Þjóðviljanum«; gaf sú rimma lílið eptir hinum
síðustu ára deilum, sem allir þeklcja. En svo fór,
að allur rneiri hluti þjóðarinnar snerist algjörlega á
móti »miðluninni«, og voru þeir, sem lienni hjeldu
íram álitnir apturlialdsmenn, eða jafnvel föðurlands-
svikarar; stóryrðin eru jafnan til hjá íslendingum.
Á þessu þingi 1889 var P. Br. aðalforingi, og ljet
mikið til sín taka, talaði opt og' í flestum málum;
frumvörp bar hann þó fá lram, en þó kom liann
frarn með eitt frumvarp, sem var liarla undarlegt, og
það var að leggja niður Möðruvallaskólann. Það
hafði lítinn byr, enda fram borið að fornspurðum
öllum Norðlendingum, og öllum óvænt; jeg ímynda
mjer lielzt, að nokkrum árum síðar liali Páll eigi
viljað kannast við nein þau ummæli, sem liann þá
liaíði um það mál.
Þegar á þing kom 1891 voru miklar viðsjár með