Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 59
Tómasar SœmundSsonar.
53
og einhver óþokkalegasti og óþarfasti ílokkur mann-
legs félags; hvar slíkir eru margir saman er þeirra
fremsta regla að forsmá heiminn, og eru sumir þeirra
svo strangir, að þeir álíta mestan heilagleika í því
innifalinn, að vera sem líkastir svínunum. Varhinn
heilagi Franciscus1, hvers reglu lleslir fylgja og heita
því »Franciscani«., svo lyndur, að hann áleit sinn
mesta lieiður, ef einhver gerði honum |þá] æru að
kasta á hann slcarni og var frá hvirfli til ilja ekki
annað en kaun og óþekt. Var munkur þessi, sem
við mættum i vanalegum slíkra munka húningi; þeir
eru jafnan á mórauðum, sauðlitum kufli eða kápu
með síðum kraga; ganga þeir í honum einum fata
sumar og vetur, i hita og kulda; aftan á hálsinum er
hetta, sem slá má ef vill fram yiir höfuðið, en þó
oftast lafir aftur á herðar. Höfuðið er rakað ýmsa
vegu, oftast þó að eins blettkorn í hvirflinum. Skegg-
ið náði niður á hringu, fæturnir berir, eins og allur
líkaminn, þegar kápunni er kastað; þegar kuldi er,
hinda þeir stundum sóla undir iljarnar, sem þó mega
eigi ná upp á ristina; gera þeir dag frá degi, að und- i
anteknum þeim tímum, sem ætlaðir eru til bæna-
gerðar, ekkert annað en ganga hús úr húsi og betla.
Mega þeir engar eignir hafa og ekkert nema tötra þá
í klaustrunum, er þeir liggja í um nætur, og yfir liöf-
uð eru hryggilegustu slaðir að koma í. Eyða margir
menn fullhraustir þannig æli sinni frá vöggunni til
grafarinnar; margir þeirra eru nærri eins óupplýstir
eins og skepnur, og ætla ég varla muni í öðrum
likömum húa smærri sálir en í sumra þeirra; eru
þeir því að eins þolandi, að þeir eru líka að öðru
leyti afskiftalitlir og gera fáum ilt. Um sama leyti
1) Frcinz frá Assisi er frœgastur allra reglu-stofnenda á miðöldun-
um og einn af merkustu mönnum miðaldasögunnar. Hann var fæddur
1182 i Ássisi i Umbríu. Regla lians var samþykt af Innoeents páfa III.
1210. Hann dó 3. okt. 1220.