Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 109
og íslenskan lýðliáskóla.
103
að því leyti sem lienni hefur verið lialdið uppi —
og þjóðerni.
Enginn góður íslendingur gelur annað en fund-
ið til, þá er hann liugsar um hvernig íslendingar
liafa síðan farið að ráði sínu. Fyrstu kynslóðir
forfeðra vorra ruddu og ræktuðu lijer um bil 4 Q
mílur af landinu; en þann dag í dag liöfum vjer
eigi ræktað meira, þótt rækta megi upp margfalt
meira. Siðferði landsmanna spillist, og þá lögðust
þeir í illdeilur og týndu frelsi landsins. Þeim hnign-
aði að dug og framtakssemi, þrek og þrótt. Þeir
hættu að rækta landið, »svo föðurláð vort er orðið
að háði« fyrir langa löngu. Og saga þjóðarinnar
og þjóðleg fræði eru i líkri vanrækt sem landið sjálft.
Til þess að koma öllu því góðu til vegar, sem
nauðsynlegt er, þarf fyrst og fremst almenna vakn-
ingu. Almenningur þarf að vakna til góðra fram-
kvæmda, því að engum einstökum mönnum er hægt
að gera þær umbætur, sem gera þarf. Allir þurfa að
vinna með, og á því ríður, að skjótt sje byrjað og
byrjað sje vel. Kynslóð verður að taka við eftir
kynslóð. Menn mega eigi víla fyrir sjer að byrja,
þótt verkið sje stórt. Enginn einn maður breytir t.
a. m. þúsund dagsláttum af mýri og móum í tún
á fáum árum; en ef liann þorir aldrei að byrja af
þeirri sök, live landið er stórt, þá verða mýrarnar
og móarnir aldrei að túni. En ef hann tekur að
rækta þá, kemst hann þó nokkuð áleiðis, þólt skamt
sje, og ef eftirmenn hans hafa hugsun og dug lil að
lialda áfram, þá verða allir móarnir og mýrarnar að
lokum að túni. Því miður fóru forfeður vorir eigi
þannig að, og því er mestalt landið óræktað, og hag-
ur vor eins og hann er. Það þarf seiglu og þol til
þess að rækta landið og til þess að vinna öll stór-
virki.
Vjer megum eigi vera of ragir, því að þá verð-