Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 36
30
Af suðurgöngu
svo laglega væri niðurraðað þurrabúðum í veiðistöð-
nm vorum. — — — Veður var hið blíðasta þennan
dag og nokkra daga þar eftir; var því ferðalag þetta
skemtilegt, þar eð ég ogsvo hafði ánægjulega skemti-
legt reisufélag. Voru það konur tvær prússneskar, er
ætluðu að heimsækja frændur sína í Dresden, og
höfðu þangað aldrei fyr komið; þriðja var kona frá
Dresden með frænda sínum, unglingi, og einn kaup-
maður frá London. Hinar prússnesku konur voru
skemtnar mjög og kátar, fundu þær ætíð nóg til um-
talsefnis og töluðu mjög skynsamlega um alt; urðu
þær hissa, að heyra að ég væri frá íslandi. Vissu
þær um ísland miklu meira en mér hefði getað til
hugar komið, þóttust hepnar, að hafa kynst íslend-
ing, vildu vita nafn mitt og heimili og skrifuðu það
hjá sér; sýndist þeim, að ég mætti vera sífelt ugg-
andi um líf mitt í svo íjarlægu landi. Sagði ég þeim
þá, hvað ég hefði enn í áformi að ferðast og fannst
þeim þá enn meira um og sögðu ég væri öfunds-
verður, er ég væri búinn að gjöra slíka ferð. Mér
þótti það vel sagt og náttúrlegt af kvenmanni, því
[aðj bæði er það rétt álitið, að manni þykir eins
gaman að slíkum ferðalögum þegar þau eru enduð,
eins og meðan á þeim stendur, og líka finnst þeim,,
sem ístöðulítill er, og aldrei hefir farið út af átthög-
um sínum heldur kvíðvænlegt en gleðilegt, að kasta
sér | út] á meðal margra útlendra þjóða. Kaupmaðurinn
var þýzkur að uppruna; voru honum kunnugir allir
höfuðstaðir í Norðurálfu, og hann liafði [jafnvel] farið
til Austindía. Skrifaði hann mér upp nafn sitt, og
bauð [mérj að heimsækja sig í London, ef ég kæmi
þangað; fórst það þó fyrir.
Við vorum í Oscliatz um nóttina, sem liggur á
miðjum vegi, og íorum þaðan [afturj fyrir sólu.
Verður landið smátt og smátt holtóttara og fer mað-
ur að sjá l'arveg Elfunnar til vinstri og liggur seinasl