Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 119
Fiskirannsóknir.
113
enskir í kringum okkur og 4 sáust langt norður í
Flóa, fyrir norðan Hraunið. Annars var fátt af botn-
vörpungum á þessum slóðum, meðan eg var úti.
Sumir þeirra voru með s. n. »hvalsbaki« (whale-
back), o: gert yfir framendann með hvelfdu þaki; er
það bæði til að verja skipið fyrir stórsjóum yfir
hnýfilinn og svo til þess að fá þægilegt vinnu- og
geymslupláss undir þakinu. Þetta er nú sett á hin
stóru nýju skip, er ætluð eru til langferða, og sum
hinna eldri. Svo liugulsöm eru hin útlendu skip
hvert við annað, að hvert aðvarar annað, ef einhver
hætta er á ferðum. Eitt af skipunum, sem hjá okk-
ur var, blés snögglega til annars skips sem dróg
vörpuna skamt frá. Það breytti lljótt stefnu, því það
skildi merkið: varaðu þig, þú erl kominn út . að
hraunbrúninni.
Frá þessum stað var farið suður á Leiruklett og
varpan dregin þar einu sinni. Það var kl. 12—5 f.
m„ 1. ág. Afli mjög lítill, af sama tægi og áður.
Óæði'i dýr: mikið af brimbútum.
Svo var farið inn til Reylcjavíkur og yfirgaf eg
þá skipið. Hafði það verið ætlun mín að fara með
skipinu vestur í Jökuldjúp, því þar hafði eg aldrei
verið áður, en því miður gat það ekki orðið og eg
hafði elcki tíma til að vera lengur með skipinu. í
Jökuldjúpinu (15—18 sjómílur SA. af Hellnanesi)
fekk »Coot« eitt sinn í sumar, samkvæmt góðfúslegri
skýrslu Indriða skipstjóra, á 60 fðm. dýpi 22 liska-
tegundir á einum degi, o: nærri V4 af tegundatölu
þeirra fiska, er þektir eru hér við land* 1 2 3 4 5.
1) Pessir fiskar voru:
1. Knrfi (Selmsles norvegicus).
2. Urrari (Trigla sp.).
3. Skötuselur (Lopliius piscatorius).
4. Steinbitur (Anarrhichas lupus).
5. Porskur (Gadus callarias).
B. Ýsa (Gadus œgleflixus).
Andvari XXXII.
8