Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 90
84
Um æskuárin
Nikulaj Frederik Severin Grundtvig, einhver
hinn auðugasti og frjósamasti, upprunalegasti og stór-
gerðasti andi á Norðurlöndum á 19. öld, er höfund-
ur hans. Hann fann það, að æskan á rjett á sjer
og að menn eru best móttælcilegir fyrir góð áhrif,
þá er þeir eru um tvítugt. Pá verða þau einnig að
mestum notum, því að el'tir það taka menn að eiga
með sig sjálfir.
Munurinn er auðsær. I latínuskólunum er t. a.
m. lesin saga Caesars af ófriðnum við Galla og Róm-
verja saga Liviusar, í tyðháskólunum er Heimskringla
Snorra Sturlusonar lesin. Heimskringla er fræg hók,
sem ber nafn íslands út um hinn mentaða heim. í
latínuskólanum í Reykjavík hefur hún aldrei verið
opnuð, og þeir Islendingar eru fáir, sem hafa lesið
alla Heimskringlu til enda, það skyldi þá helst vera
á nýnorsku (= dönsku) í þýðingu eftir Gustav Storm,
því að Norðmenn breiða út konungasögur »Norð-
mannsins« Snorra Sturlusonar á dönsku, sem þeir
tyggja upp á norsku, bæði í Norvegi og á íslandi.
Peir segja líka, að konungasögur Snorra sjeu »hið
ágætasta þjóðrit sitt« (»vort ypperste Nationalværk«).
Pað er satt best að segja, að Islendingar liafa
gert lílið til þess að gera það, sem fegurst er í þjóð-
liíi voru og dýrmætast, alþýðu kunnugt, gera henni
það eiginlegt og nola það til að vekja þjóðarandann,
styrkja hann og göfga. Sannarlega er tími kominn
til að bæta úr þvi. Þeir, sem völdin hafa liaft hing-
að til, liafa lítið hugsað um það, og almenningur
eigi heldur, en vonandi er að þetta breytist nú algjör-
lega, er vjer höfum fengið alinnlenda stjórn.
»Gleymd eru lýðnum landsins fornu kvæði«.
Eddukvæðin hafa á síðari öldum mátt heita hulinn
fjársjóður fyrir íslendingum, þangað til nú loksins,
er Finnur Jónsson gaf þau út og Sigurður Kristjáns-
son dreifir þeim, að jeg voná og óslca, út um alt land.