Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 64
58
Af suðurgöngu
voru opnar; er það mikill starfaléttir fyrir þá, sem
fara um pápisk lönd, að þangað getur maður gengið
umsvifaminst, nær vill, sem mest er að sjá, sem er
kirkjurnar; verja pápiskir vanalega til þeirra því við-
hafnarmesta og snildarlegasta, sem þeir eiga. Eru
þær opnar mestan hluta dags, sem llýtur af trúar-
hætti þeirra; er það svo álitið sem fólkinu jafnan
geti komið vel að skreppa þar inn til bænargerða;
er og fjöldi hinna lægri geistlegu og munka svo mik-
ill við hverja kirkju, að þeir geta vel haldið vörð á
víxl; þar að auki eru í það minsta þrisvar sérhvern
dag hænir og tíðir haldnar, um morgun, miðdag og
kveld og gera það hinir æðri prestarnir og þjónar
þeirra, jafnt hvort nokkur úli frá er í kirkjunni eður
enginn. En svo leizt mér á sem ol’tast mundu prest-
ar þeirra hafa þá ánægju að sjá nokkra knékrjúp-
andi lieyra á þulur sínar, þó dagurinn væri rúm-
helgur; tók sífelt undir af klukknaglamri og kirkj-
urnar voru fullar af fólki víðast hvar, helzt kvenfólki,
og gekk liver liiklaust inn í kirkju, sem að kom, án
nokkurs tillits til búnings síns og héldu á körfunni
á handleggnum eins inn undir altari sem úti á göt-
unni. Hafði hver kerling milli handa sér talnaband-
ið og þuldi hvað eftir annað fyrir munni sér hina
sömu hæn: »Sæl vertu María [Aue Maria] o. s. frv.«,
og var færð ein tala í hvert sinn; ríður á, að kom-
ast út með handið á dag, má þá og byrja aftur á því,
ef vill, verði tími afgangs, til hægri verka fyrir næsta
dag, nema viðkomandi maður vilji gera umbætur og
leggja það ofan á daginn reikningslaust. Ég sá í
einni kirkjunni leiði stjörnuspekingsins Tijcho Brahe,
er fyrir öfundarsakir var rægður svo við Danakon-
ung, að honuin var saklausum vísað úr landi, og dó
hann hér í Prag 1601. í sömu kirkju er og sýndur
steinn frá Betlehem úr stalli þeim, sem frelsarinn
fæddist í; þar er og málverk, sem þeir segja gerl al'