Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 25
Páll Jakob Briem.
19
lirðingum sent áskorun -út til blaðamanna að hætta
persónulegum illdeilum og skömmum í blöðunum, og
bafði það furðu mikinn árangur. Þessar tilraunir
til að koma á friði í landinu voru spottaðar af mörg-
um, og ýmsar illgjarnar getur leiddar að ástæðunum
fyrir þessum tilraunum hans. En það er sannast að
segja, að hann átti allt annað skilið fyrir þessar frið-
arræður sínar en ákúrur eða getsakir. — Sumarið 1902
áttu almennar kosningar til alþingis að fara fram,
vegna stjórnarskrármálsins, er samþykkt hafði verið
á næsta þingi á undan 1901. Eptir fyrnefndu kon-
ungsbrjefi átli þjóð og þing að velja um frumvarpið
frá 1901 eða annað frumvarp, er stjórnin ætlaði
að leggja fyrir, en eptir því átli ráðherra fyrir hin
sjerstöku málefni landsins að vera búsettur í landinu
sjálfu. Öll þjóðin svo að segja undantekningarlaust
lineigðist að hinu síðara frumvarpi, og hefði því mátt
búast við æsingalitlum kosningum, en því fór fjarri;
tortryggnin var orðin svo mikil, að báðir flokkar
hugðu hvor um sig, að hinn sæti á svikráðum við
þjóðina, auk þess var þá og um völdin að tefla.
Báðir flokkar buðu því fram þingmannaefni þar, sem
nokkur von var um sigur. Þótt P. Br. stæði eða
segðist standa utan flokka, þá var hann þó almennt
talinn í »framsóknarflokknum«, en svo nefndi sig þá
hinn valtýski flokkur, þess vegna var engin von til,
að hann næði kosningu í Eyjaíjarðarsýslu, þar sem
hann var kunnugastur, því þar var eindregið heima-
stjórnarkjördæmi. Hann leitaði því ekki til kosninga
þar, lieldur í Húnavatnssýslu. Þar stóðu flokkarnir
nokkuð jafnt hvor gegn öðrum. Svo fóru leikar, að
hann náði eigi kosningu, enda hal'ði verið beitt gegn
honum miklum og að ýmsu leyti ósanngjörnum and-
róðri, eins og þá var reyndar gjört af beggja flokka
hálfu við ýmsa. Ræða hans á kjörfundi hafði held-
ur ekki verið sem heppilegust, og bætti að minnsta
2*