Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 143
Fiskirannsóknir.
137
afleiðingar. Loks er að minnast á þá fiska er oss
varðar mestu um, þorsk og ýsu; bæði eru botnfiskar,
ýsan þó meiri, því þorskurinn fer oft upp um sjó og
og fæst á sumrin lítið í vörpu um daga. Af þess-
um fiskum eru nú veidd ógrynni í botnvörpur, en
eigi er auðið að sjá að þeim hafi fœkkað hér neitt
ennþá. Varpan tekur fullvaxna fiskinn og mikið af
smáfiski. í sumar veiddist á »Coot« mikið, eg vil
segja alt of mikið af smá ýsu, frá 27—35 cm. langri,
sem helzt hefði átt að vera ótekin, af því að hún
var lítils virði sem matfiskur, engin verzlunarvara
og ekki æxlunarþroskuð; af smáþyrsklingi (á líkri
stærð) fekst mjög lítið. Annars fæst oft mikið af
þyrsklingi í vörpuna, bæði í Faxaílóa og annarsstaðar,
en botnvörpungar eru ekki einir um að veiða smá-
fisk, það gera skip ogbátar sjálfra vor einnig. Smærri
.fiskur en þetta smýgur að mestu leyti vörpuna, og
enda margt af þessari stærð, því möskvavíddin í
framanverðri vörpunni er 9—12" (ummál), í mið-
hlutanum 7—7V2" og í sekknum 6—6V2". Annars
er að jafnaði allur þorrinn af ungviði þessara fiska
(á 2. og 3. ári) inni í landhelgi og þar með varið
fyrir tortímingu af hálfu botnvörpunga, svo framar-
lega sem landhelgissvæðið er varið fyrir þeim. Þó
mikill sé urmullinn af þessum fiskum og viðkoman
feiknaleg, þá er ekki víst, nema að þeim kunni að
fækka með tímanum, þó ekki sjái liögg á vatni enn.
Samt er ekki yert að kvíða að svo stöddu, því vel
getur verið að þessir fislcar standist allar ofsóknir,
því enginn veit hve mergð þeirra er mikil og skal
eg víkja betur að því atriði í niðurlaginu.
Vó mörgum kunni að miklast það, live mikið
botnvörpungar og svo öll önnur skip veiða af fiski
hér við strendurnar, og búist við því að smámsaman
muni fiskurinn ganga til þurðar, þá má þó, eins og
eg hefi nú sýnt fram á, gera sér allmikla von um