Andvari - 01.01.1907, Page 31
Af
suðurgöngu
Tómasar Sæmundssonar.
Iíaílar úr ferðabók lians,
utgefnir af
Jóni Helgasyni.
Coelum non animum mutant qui
Irans mare currunt. (Hor. Ep. I,
XI, 27).
Eins og kunnugt er var séra Tómas Sæmunds-
son langvíðförlastur allra íslendinga á sínum tíma, —
lærðra að minsta kosti. Svnir þaö ekki hvað minst,
hver atorkumaðurinn hann var og hve stórhuga, að
ráðast í annað eins fyrirtæki og ferð þá, sem liann
fór suður eftir allri Norðurálfu, til Ítalíu, Grikklands
og Litluasíu á árunum 1832—34, svo kostnaðársöm
sem ferðalög voru á þeim tímum, en hann félítill.
Kynslóðin, sem nú lifir, getur naumast gjört sér í
hugarlund, hvílíkum erfiðleikum og fyrirhöfn slíkar
langferðir voru bundnar þá, í samanburði við það
sem nú er, síðan járnbrautirnar komu til sögunnar,
svo að menn geta farið það á fáeinum dögum, sem
þá þurfti vikur til og mánuði. En séra Tómas Iét
enga eríiðleika aftra sér frá að takast ferðina á hend-
L1r, því að hann leit svo á, að hann ef ekki beinlínis
þá óbeinlínis færi för þessa í þaríir lands þess og.