Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 51
Tómasar Sæmundssonar.
45
augu. — —- — Keyrarinn gat og skernt mér; hann
hafði verið í bardaganum við Leipzig og þeim er
næst gengu á undan, og bar líka merki [þess] all-
mikil, að hann hefði skeinst í stríði; sá ég bæði á
því og hvað greinilega og ýkjulaust hann sagði frá,
að hann sagði satt; var hann í liði Austurríkskra.---
Við námum fyrst staðar lijá Pirna, sem er svo
sem tvær rnílur fyrir austan Dresden á suðurbakka
Elfunnar; eru iáglendar sléttur þangað, Elfan oftast
rétt við veginn til vinstri; til hægri lykja hæðir nokkr-
ar nú og framvegis sjóndeildarliringinn. Pirna er
bæjarkorn með hér urn [bil| 5000 innbúum; stendur
nokkur hluti lians upp á háum þverhnýftum liamri,
er Sólarsteinn (Sonnenstein) heitir; fékk ég mér þar
kafii. Er þaðan fögur útsjón og hefir þar áður verið
lcastali; nú er þar lækningahús óðra manna; ganga
þeir þar á stóru svæði upp og niður sem þeim lízt,
og styður frjáisi’æði það og góður aðbúnaður, sem
þeir njóta, samt fegurð staðarins, mjög lil þess [aðj
þeir nái aftur heilsu sinni. Hér eftir íjarlægist veg-
urinn meira Elfuna og beygist lieldur til hægri, og er
nú farið yfir holt nokkur. I næsta þorpi dvöldum
við um stund. Vertshúsin taka nú um tíma að ger-
ast lieidur lasleg, sjaldan nema ein stofa með stein-
gólíi og mörgum borðum og langbekkjum til og frá,
en engar hliðstofur, sem meira sé viðhaft, fyrir
heldri gestina. Sá ég liér hversu farið er að skalca
í þessum sveitum; er til þess brúkað járnhent kvartil,
sem ánker að stærð ; gengur gegnum báða botna þess
miðja ás; er á öðrum enda hans sveif, sem snúa má
mjög hæglega með liendi, en út frá ásnum innan í
kvartilinu eru festar eða ganga fjórar fjalir eða sem
vatnslijól næstum botna á milli og út að hliðstöfum
hver; á þeim eru göt nokkur, og slá þær mjólkina
óþyrmilega ef snúið er sveifinni. Ofan á kvartilinu
er spons eða ferstrent lok, sem fellur jafn niður og