Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 142
136
I'iskirannsóknir.
um afleiðingarnar. — Langa og keila, eru reglulegir
botnfiskar; kemur slangur af þeim í vörpuna, en þar
sem þeir eru aðallega djúpíiskar er dvelja tíðast langt
fyrir utan botnvörpungamið (langan gengur á grunn
til að hrygna) þá er ekki ástæða til að óttast um þá;
líkt er að segja um skötuna. Lóðaveiðar á djúpi
mega teljast hættulegri fyrir þessa fiska. Kolar og
heilagfiski eru í fylsta máta botnfiskar og einmitt þeir
íiskar, er botnvarpan var upprunalega ætluð til að
veiða. Af þeim kolategundum, sem eru hér við land,
sækjast botnvörpungar ekki eftir skrápkola og sand-
kola, þó koma þeir oft mikið í vörpuna, en mergðin
er mikil, svo varla er hætt við að þeim fækki; fyrir
oss eru þeir heldur ekki mikils virði. Langflúra og
stórkjafta eru djúpfiskar (40—100 fðm.) og heldur
fátt um þá. Koma þeir nokkuð í vörpuna með öðr-
um djúpfiski og eru hirtir. Á veiðarfæri vor fást
þeir sáralítið og má oss einu gilda um þá. Sama
má segja um þykkvuflúru, henni sækjast þeir eftir,
því hún er góður fiskur. Skarkolinn er sá kolinn,
sem útlendingar sækjast mest eflir hér; vér veiðum
liann lítið eitt, en ætti að vera miklu meira. Sjálf-
sagt má telja veiðina hættulega fyrir hann og næsta
líklegt er að honum hafi fækkað að mun, þó ómögu-
legt sé að sýna það með tölnm, einkum liinum stærri
(grallaranum), sem allur er kynsþroskaður fiskur og
því mjög þýðingarmikilf fyrir fjölgunina. Helzt mun
bera á því í Faxaflóa, að minna sé þar um skarkola
nú, en fyrir 10 árum; annarstaðar, t. d. fyrir Vest-
fjörðum, eru enn sögð ógrynni af honum, enda liefir
hann eigi verið veiddur þar eins lengi. Af smálúðu
tekur varpan oft mikið, stundum mjög smáa íiska og
er það ilt; stórar flyðrur verða sjaldnar fyrir vörp-
unni, af því þær eru bæði djúpt og á svæðum er
botnvörpungar fiska ekki á. Ekki er ólíklegt að
botnvörpuveiðin liafi með ungviðisdrápinu isjárverðar