Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 148
142
Fiskirannsóknir.
liér er, auk þess að hún sé svo rúmgóð, sem þörf
mætli ætla að yrði á næstu 50 ár að minsta kosti,
að hún sé svo djúp, að vanaleg millilandagufuskip
fljóti þar um lægstu fjöru og (sem hér ríður ekki
minst á) að þesskonar skip og minni geti komist við-
stöðulaust inn, hvernig sem sjór er, að minsta kosti
ineð hálíföllnum sjó. Ekki skal eg segja neitt um
það hvor liöfnin muni, eins og þær eru nú, uppfylla
betur þessi skilyrði, en eg álít það sjálfsagt að sem
tyrst verði gerð gangskör að því að hafnameistari sé
látinn rannsaka hafnirnar, svo áreiðanleg vissa fáisl
fyrir því, hvort gera mætti höfn, ef elcki eins stóra
og fullkoinna og gert er ráð fyrir hér að framan, þá
að minsta kosti trausta byrjun að höfn, er bæta mætti
við og fullkomna seinna og hvað það mundi kosta.
Reyndist það kleyft, skifti það minstu livor höfnin
yrði þá valin. Að minni hyggju skiftir það mestu,
hvar innsiglingin er greiðust, þegar örugg höfn er
fengin inni. Þessi rannsókn ætli að vera farin fram
áður en ákveðið yrði að leggja járnbrautina frá
Reykjavík austur. Pá mætti hera saman, hvort yrði
tiltækilegra að gera járnbraut eða höfn og hvort af
þessum fyrirtækjum yrði nauðsynlegra fyrir þessi héruð.
III. Ferð um líorgarfjarðarsýslu.
Eg var í þeirri ferð 11,—18. ágúst og fór frá
Borgarnesi að Einarsnesi og Ferjukoti, þaðan um
Andakíl og Skorradal yfir í Svinadaí og þaðan út á
Akranes og svo heim.
Á leiðinni til Borgarness með »Reykjavík« sá eg
víða smátorfur af síldarseiðum og daginn eftir sá eg
í nánd við Einarsnes hálfíleygan kríuunga, er ældi
upp 10 hálfmeltum síldarseiðum, c. 4 cm. löngum,
er foreldrarnir höfðu matað hann á — eitt dæmi