Andvari - 01.01.1907, Page 108
102
Um æskuárin
VII.
Vjer íslendingar erum fámennir. En þess vegna
er beinlínis hægra að koma skjótt á ýmsum nytsam-
legum breytingum hjá oss en hjá ððrum miklu
stærri þjóðum, ef vjer hefðum menningu til þess.
Til þess að hefja þjóðina upp úr gömlum vesaldómi
þurfa allílestir að vera með að vinna að framförum
landsins. Góður lýðháskóli getur best fengið ílesta
með. í fornöld voru íslendingar fyrirmyndarþjóð.
Þeir gætu orðið það enn, þvi að margir þeirra liafa
góða liæfdeika, ef þeir lærðu að nota þá. En á engu
landi, þar sem jeg þekki til, verður jafnlítið úr góð-
um hæíileikum sem á íslandi, að Færeyjum einum
undanteknum. Þetta er landsmönnum sjálfum að
kenna. Þeir nota eigi vel krafta sína og eyða of-
miklum tíma í rifrildi og óþarfa þref. Þeir ala of-
mikið af hatri og heift, en of lítið af ást og kær-
leika hver til annars. Þetta gerir þá oft biinda, svo að
þeir hirða einatt lítið um það, sem horfir til nytsemd-
ar. Fyrir því gæta þeir þess oft eigi heldur, að það
er bæði þúsund sinnum skemtilegra og farsælla að
vera góður maður og góðviljaðnr en illur og öfund-
sjúkur. Þetta stafar af vanþekkingu og hugsunar-
leysi.
Fyrir 850 árum varð ísleifur Gissurarson hisk-
up á Islandi. Hann setti fyrstur skóla á stofn. En
síðan kendi bæði Teitur sonur lians og fleiri læri-
sveinar hans ungum mönnum á heimilum sínum.
Þá litu íslendingar í kringum sig í öðrum löndum
og fylgdu vel með tímanum. Þá hjeldu þeir minn-
ingu forfeðra sinna á lofti og sögu sinni í heiðri.
Þá blómgaðist hagur þjóðarinnar og ódauðleg sögu-
rit voru þá riluð á sveitabæjum á íslandi. Þau rit,
sem forfeður vorir sömdu þá, hafa aðallega enn
þann dag í dag lialdið uppi virðingu þjóðarinnar —