Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 22
16
Páll Jakob Briem.
aldrei um það, liann talaði eigi eins og alþýða manna
vildi heyra, heldur eptir sinni eigin sannfæringu.
Þess var ekki heldur langt að bíða, að mótmæli
lcæmu fram; þau komu úr öllum áttum, og urðu hin-
ar fjörugustu deilur um málið, en það varð einmitt
til þess að vekja menn til enn meiri íhugunar um
málið, og þó ýmislegt mætti hrekja í ritgjörðinni, þá
stóð þó aðalkjarninn óhaggaður, og hann var sá, að
alþýðumenntunin væri alltol' skammt á veg komin
lijá oss, og að hún þyrfti skjótrar og gagngerðrar
breytingar. Á þingmálafundum um land alll, fyrir
kosningar 1900 og síðar, var menntamálið víðast tal-
ið aðalmálið, sem þingið ætti að ljalla um næst
stjórnarskrármálinu. Síðan hefur málið verið meðal
hinna fremstu á dagskrá þings og þjóðar, og þó því
sje ekki fulllokið enn, þá er nú svo komið, að hú-
ast má við, að það verði innan skamms, og það er
enginn vafi á því, að ritgjörð P. Br. hefur mjög flýtt
fyrir málinu, og að hann má með rjettu telja einn
hinn helzta frömuð þess.
Bókasafn Norðuramtsins á Akureyri, sem lield-
ur hafði verið vanliirt, jók liann mjög mikið; þó var
val lians á bókum til þcss allt of einhliða; liann
kom því og til leiðar, að sendar voru bækur frá
safninu út í sýslur amtsins, svo að það gæti komið
sem llestum að notum. — Hann stofnaði nýjan spari-
sjóð á Akureyri, af því að honum fannst það alls
eigi viðeigandi, að sparisjóður væri einstakra manna
eign, því ágóða af slíkum sjóðum vildi hann láta
ganga til almenningsþarfa, en ekki í vasa einstakra
manna.
Pað var ekki af tilviljun, að P. Br. á titilblaði
»Lögfræðings« tók það frarn, að hann ætti meðal
annars að innihalda ritgjörðir um þjóðhagsfræði, þó
þær yrðu fáar, því hann hafði mikla þekkingu í þeirri
grein, og jeg held jafnvel, að á þeirri grein hafi hann