Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 126
120
Fiskirannsóknir.
norður með Vestfjörðum eru oft einnig ógrynni af síld,
vor og sumar (sbr. síðustu skýrslu mína). Framan
af er síld þessi mögur, en fitnar þegar fram á líður.
Jón Bergsveinsson, sá er fór til Hollands í fyrra,
hyggur að verka mætti góða verzlunarvöru úr henni
á hollenzka vísu og selja þar suður frá. Það þyrfti
að gera tilraunir með og reyna að fá hana íiutta
þangað beina leið, því hér gæti verið um mikinn
aíla að ræða, er sérstaklega lægi vel við fyrir Faxa-
ílóaskipin að ná í. Síldarveiðin er ekki nærri eins
mannfrek og þorskveiðin með haldfærum.
Eg hefi nú reynt að sýna fram á að yfrisnóg
verkefni er liér fyrir seglskipin og ekki ælti að leggja
þau niður fyrr en í fulla hnefana. Með góðum út-
búnaði og gætinni stjórn ættu menn líka að geta
bjargast á þeim og betur læra menn sjómensku á
seglskipi en á gufuskipi, þar sem segl eru lítið eða
ekkert notuð.
Mér sýnist því tiltækilegast, að beztu skipin á
Suður- og Vesturlandi gangi á þorskveiðar með liald-
færum og úrvals fiskimönnum á vetrarvertíð, eins og
áður, en svo séu tilraunir gerðar með lóðaveiðar (með
bátum) á vorin og sumrin og mætti til þess nota
meðfram þau skip, er ekki þættu nógu sterk eða stór
til vetrarveiða (og bezt væri að þau væru líka með
gangvél þótt reyndar Bandaríkjamenn láti sér nægja
vélarlausar skonortur); lánuðust þessar tilraunir,
mundu þesskonar veiðar verða almennar; önnur slcip
gætu gengið á síldarveiðar á sumrin (og ef lil vill
líka á vorin), þau sem annars ekki væru látin halda
áfram við haldfæraveiðar framúr. Hvert fyrirkomu-
lag á útgerðinni yrði að öðru leyti heppilegast t. d.
útgerð stói-ra hlutafélaga eða einstakra manna, skal
eg ekki fjölyrða um.
Það er næsta eðlilegt, að menn geri sér miklar
vonir um botnvörpuútgerð; þeir hafa séð svo mikið