Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 66
60
Afsuðurgöngu
unnaru1 og helzt því við af sjálfviljugum ölmusum og
eiguni þeim, er þannig safnaðar yrðu, og að öllu mjög
sparlega. Slíkar nunnur veita aðhjúkrun kvennkyns-
sjúklingum, og eru því ei þarflausar; í stiftun þessari
var því sjúkrahús, meðalalnis og annað þar að lút-
andi. Halda nunnurnar þar vörð til skiftis, hver
sína stund, nema á hinum almennu hæna- og möt-
unartímum. Öll voru göng klaustursins frá efsta til
ueðsta sett mcð krossmörkum og heilagra píslarvotta
hílætum, sem gerðu harla dauíleg áhrif. Hver nunna
átti sér litla kompu og var ekkert lauslegt [þar]
nema einföld sæng, borð, eitt krossmark svartlitað
og kannske einhver málverk. Borðstofan var eins
prýðislaus; borð og Lekkir, borðbúnaður, diskar og
könnur og skeiðar úr tré, knífar og gallar með tré-
sköftum; maturinn var og þar eftir, kálmeti og slíkl;
var allur maturinn réttur þangað úr eldhúsi gegnum
holu í veggnum. Kirkjan var viðhafnarmest, enda
var hún mest brúkuð; var þangað safnast lil bæna
á ákveðnum dagstundum. Ekki hlotnaðist okkur að
sjá neinar fleiri af nunnunum en þessa, og hafa þær
verið látnar vikja á afvikinn stað áður. Sjúklingar
og fátæklingar, sem urðu á vegi okkar í göngunum,
veittu mjög djúpa lotningu nunnunni, sem með okk-
ur var, eins og hún væri fullkomnari vera, og kystu
á hönd hennar og klæði. Við spurðum hana, hvort
hana aldrei langaði til að ganga út sér lil skemtun-
ar og sjá þetta inndæla land, er nú hlasti svo fagur-
lega við gluggunum, hinu megin fljótsins; synjaði
hún þess; sagðist ekki hafa komið út í 22 ár, síðan
lnin kom hér inn, enda væri til þess enginn tími, og
varla einu sinni til að matast eða sofa; laldi hún þá
1) Elísabetar-regliirnar eru tvær, önnur stofnuð af Angelu frá Corbara
(f 1435), en liin miklu yngri, stofnuð 1842. Pær eru báðar liknarstarfs-
reglur og hjúkrun sjúkra og umönnun fyrir fátækum aðalverkefni þeirra.
llér er auðvitað átt við liina eldri regluna.